Topnet og Vista í samstarf

Topcon og Vista í samstarf

Byggingartæknifyrirtækið Topcon Positioning Group hefur hafið samstarf við Verkfræðistofuna Vista um að útvega nákvæmar staðsetningar með GNSS leiðréttingarþjónustu í rauntíma fyrir byggingar- og landmælingageirann á Íslandi.

Stoðþjónusta Topnet Live á Íslandi er studd af alþjóðlegu þjónustuteymi Topcon og er að fullu samhæfð við allan búnað frá Topcon. Notendur þjónustunnar á Íslandi hafa því aðgang að þjónustuveri Topcon allan sólarhringinn.

Með þessari bættu þjónustu við byggingar- og landmælingageirann á Íslandi sparast mikill tími og óþarfa vinna vegna misvísandi og rangra upplýsinga um staðsetningar framkvæmda.

Samstarfið við Verkfræðistofuna Vista er í samræmi við þá stefnu Topcon að efla GNSS þjónustuframboð sitt og aðgang viðskiptavina í fleiri löndum. Eða eins og Julian Norton, starfandi yfirmaður viðskiptalausna hjá Topcon, kemst að orði: ,,Við hjá Topcon erum einörð í okkar markmiði að veita viðskiptavinum bestu þjónustu sem völ er á, og hlökkum til að bjóða íslenskum fyrirtækjum og aðilum þjónustu Topnet Live í komandi framtíð. Hinn sérhæfði stuðningur sem Topnet Live veitir, ásamt sveigjanlegum lausnum, mun stuðla að aukinni framleiðni og nákvæmni við úrvinnslu verkefna. Þjónusta Topnet Live samræmist breiðvirkum notendamarkaði, sem dæmi má nefna tæknistýringu, gagnasöfnun, og stafrænt eftirlit með virkni jarðhræringa, sem er einmitt brýnt verkefni hér á Íslandi.”

Heiðar Karlsson, framkvæmdastjóri Verkfræðistofunnar Vista, er að vonum ánægður með aðkomu Vista að þjónustunni: ,,Í ljósi alvarlegra atvika í kjölfar veðrabreytinga, t.d. aurskriða s.l. vetur á Seyðisfirði, hefur þörfin fyrir sérhæft eftirlit með jarðhræringum aldrei verið mikilvægari í tengslum við eflingu almannavarna á Íslandi. Topnet Live hefur sannað eftirlitshlutverk sitt í mælingum á heimsvísu ásamt framúrskarandi stuðningsþjónustu við viðskiptavini sína. Við erum mjög ánægð með samstarf okkar við Topcon, það mun stuðla að betri þjónustu við bæði byggingariðnaðinn og sem og jarðvegsmælingar á Íslandi.” 

Julian bætir við: ,,Nú þegar er mjög góð reynsla af þjónustuTopnet Live víða um heim. Við erum hæstánægð með nýtt aðgengi Íslands að bættum stafrænum verkferlum. Við hjá Topcon erum stolt af því að vera tæknilegur samstarfsaðili sem tryggir fyrirtækjum hagkvæmni í rekstri, og sá sveigjanleiki sem við getum boðið upp á er stór þáttur í því.“ 

Örari vöxtur á Topnet Live leiðréttingarþjónustunni hjálpar fyrirtækjum í þessum geirum að bregðast snöggt við þegar þörfin á nákvæmum mælingum eykst. Nýir þjónustumöguleikar á Íslandi eru því mikilvæg skref í þá átt að aðstoða fyrirtæki í sókn sinni til framfara.

Frekari upplýsingar um Topnet eða  til að kaupa áskrftaleiðir má má finna á www.vista.is

Um Topcon

Topcon Positioning Group, er ávalt einu skrefi framar þegar kemur að tækni og ávinningi viðskiptavina, er leiðandi hönnuður, framleiðandi og dreifingaraðili af nákvæmum mælibúnaði og verkflæði lausnum fyrir byggingar, landmælingar og landbúnað á heimsvísu. Topcon Positioning Group, including Topcon Agriculture, hefur höfustöðvar í Livermore, California, U.S. (topconpositioning.com, LinkedIn, Twitter, Facebook). Höfustöðvar í Evrópu í Capelle a/d IJssel, the Netherlands. Topcon Corporation (topcon.com), stofnað 1932, er skráð á Tokyo Stock Exchange (7732). Topcon Agriculture: (topconagriculture.com, LinkedIn, Twitter, Facebook)

Um Vista

Verkfræðistofan VISTA var stofnuð 1984 af Andrési Þórarinssyni. Stofan hefur verið leiðandi í rekstri rauntímaeftirlitskerfa á Íslandi. Viðskiptavinir á Íslandi eru meðal annars Landsvirkjun, HS Orka, Veðurstofa Íslands, Landspítali og mörg stærstu sveitarfélög landsins.

Vista hefur sérhæft sig í mælingum sem tengjast, umhverfismælingum, orkueftirlit í mannvirkjum, eftirlit með veitukerfum og snjallborgarlausnir, svo sem eftirlit með djúpgámum, loftgæðum og ljósastýringar.  Eru lausnir Vista notaðar til að fylgjast með og tryggja sjálfbærni á mörgum sviðum.