Vista er VIRKT fyrirtæki 2023

Vista er VIRKT fyrirtæki 2023

Vista Verkfræðistofa hefur fengið viðurkenningu frá Virk fyrir að vera VIRKT fyrirtæki fyrir árið 2023. Vista var valið úr hóp 1600 fyrirtækja sem eru skráð hjá VIRK sem samstarfsaðilar. Alls voru 13 fyrirtæki og stofnanir sem fengu tilnefningu sem VIRKT fyrirtæki. Vista og Össur voru svo valin sem VIRKT fyrirtæki 2023.

Vista hefur stutt með margvígslegum hætti starfsemi VIRK á undanförnum árum. Við hjá Vista erum mjög stolt af því að hafa verið valinn sem VIRKT fyrirtækið fyrir árið 2023 og þykir okkur einstaklega vænt um þessa viðurkenningu. Hlutverk fyrirtækja hlýtur að styðja við þá sem þurfa hjálp á að halda sé því viðkomið. Vista hefur veitt stuðning við aðila sem eru að koma út á vinnumarkaðinn og þurfa aukið sjálftraust og aðstoð við að koma undir sig fótunum.

Vista var tilnefnt til verðlauna

Alls voru það 13 fyrirtæki sem voru tilnefnd til verðlauna.

Það er okkur mikil ánægja að hafa verið útnefnd sem VIRKT fyrirtæki 2023 og erum við þakklát fyrir viðurkenninguna. Að hjálpa fólki er það sem gefur manni einna mest í lífinu og er það okkur mikils virði að hafa getað stutt við gott starf VIRK á undanförnum árum.

Heiðar Karlsson framkvæmdastjóri Vista

Heiðar Karlsson Vista , Vigdís Virk , Anna Dóra og Dagbjört frá Össur taka við viðurkenningum

Hægt er að fræðast meira um hlutverk VIRK á heimsíðu VIRK

Myndir birtar með leyfi frá VIRK