Vista Data Vision og Campbell Scientific taka upp formlegt samstarf á sviði tækniþróunar.

Á dögunum var tilkynnt um formlegt samstarf á sviði tækniþróunar á milli Vista Data Vision, sem er hugbúnaðarhluti VISTA, og Campbell Scientific. Campbell Scientific hefur verið umsvifamikill framleiðandi á mælikerfum í yfir 40 ár og eru gagnaöflunarkerfin frá þeim notuð um allan heim á sviði rannsókna, umhverfiseftirlits og iðnaðar. Samstarfið tryggir einfalda og örugga samþættingu á mælikerfum Campbell við hugbúnað Vista Data Vision

VISTA hefur notað vörur frá Campbell í verkefnum sínum í fjöldamörg ár og átt í góðu samstarfi við fyrirtækið. Það er því gleðiefni að ganga formlega frá slíkum samningi sem er til góðs fyrir bæði notendur Vista Data Vision sem og viðskiptavini Campbell.

Hægt er að lesa nánar um samstarfið hér.