Um helgina 8.-11. mars 2018 er sýningin Verk og vit haldin í Laugardalshöll. Síðasta sýning var fyrst haldin fyrir tveimur árum og tókst mjög vel. Verkfræðistofan Vista er aftur meðal sýnenda og á bás B1 kynnum við okkar verk og sérþekkingu. Á fimmtudag og föstudag verða léttar veitingar í boði seinni partinn.
Fyrirlestur: Nýjungar í sjálfvirku orkueftirlit
Föstudaginn (9.mars) verður Vista með fyrirlestur um nýjungar í sjálfvirku orkueftirliti. Hefst fyrirlesturinn kl 15:00 í fyrirlestrasal 1 og verða léttar veitingar í boði að honum loknum. Fyrirlesturinn er hugsaður fyrir alla þá sem hafa áhuga á orkumálum bygginga og tækifærum til lækkunar á kostnaði.
Hvað verðum við að sýna?
- Lausnir fyrir rauntímaeftirlit
- Mælibúnað fyrir veður, umhverfi og veitur
- Vernier búnað fyrir kennara og nemendur
- Vefmyndavélar
- Nýjungar í Vista Data Vision gagnahugbúnaðinum
Opnunartímar
Fimmtudaginn 8. mars kl. 17:00–21:00 (fagaðilar)
Föstudaginn 9. mars kl. 11:00–19:00 (fagaðilar)
Laugardaginn 10. mars kl. 11:00–17:00 (fagaðilar/almennir gestir)
Sunnudaginn 11. mars kl. 12:00–17:00 (fagaðilar/almennir gestir)
Heimasíða Verk og vit – www.verkogvit.is