Vista á Fagþingi hita-, vatns- og fráveitna 23. – 25. maí

Fagþing hita-, vatns- og fráveitna verður haldið á hótel Örk í Hveragerði dagana 23. – 25. maí nk. Það er stærsti vettvangurinn fyrir veitugeirann til að koma saman sem ein heild og ræða það sem efst er á baugi hverju sinni.

Verkfræðistofan Vista verður þar með aðstöðu til að ræða um eftirlit, mælingar og stýringar í veitukerfum.

Á föstudag 25. maí verður Vista með erindið “Nýjungar í eftirliti og rekstri veitukerfa” hefst fyrirlesturinn um 11:00

Komið og ræðið við okkur um allt sem snýr að tæknilegum rekstri veitukerfa.