Viðskiptamogginn: Íslenskt hug­vit í HM-grasi

Viðskiptamogginn fjallaði á dögunum tvö áhugaverð verkefni á vegum Vista.

Annars vegar er um að ræða verkefni í Doha, Katar þar sem VDV hugbúnaður Vista er notaður við tilraunir á grasi og mismunandi gerðum af vökvunarkerfum fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem verður haldið þar árið 2022.

Hinsvegar er fjallað um nýlegar uppsetningar á VDV í tveim stærstu stíflum Víetnam. Umfjöllunina má lesa hér.

Son La er stærsta stífla Víetnam. Hún skilar 2.400 MW en til samanburðar skilar Kárahnjúkavirkjun um 690 MW.