STUTT LÝSING

Í tengslum við byggingu hins nýja Landsspítala við Hringbraut er jarðvinna í höndum Íslenskra Aðalverktaka. Við slíka vinnu er notast við sprengingar og gerðar eru kröfur um að halda titringi og hljóðónæði innan ákveðinna marka.

VERKEFNIÐ

Verkefnið er í því fólgið að mæla titring og hljóð á völdum stöðum og gera mælingarnar og niðurstöður þeirra aðgengilegar.  Þannig er hægt að fylgjast með áhrifum sprenginga og stilla þær af út frá mælingunum þannig að áhrif á byggingar í kring og fólk sem í þeim dvelur sé innan marka.

LAUSNIN

Verkfræðistofan Vista sá um að sameina titrings- og hljóðmælikerfi frá Instantel með GSM sítengingu og hinum fullkomna fjargæslu- og fjarstýrikerfi VDV.  Með þessu geta verktakar fylgst með titrings – og hljóðáhrifum framkvæmda í nær rauntíma og stillt sprengingar og aðrar framkvæmdir af eftir mælingunum.

VERKEFNI

Verkfræðistofan Vista ehf, Bíldshöfða 14 110 Reykjavik | Kennitala: 531115-0740