STUTT LÝSING

Íslenskir Aðalverktakar sjá um jarðvinnu í tengslum við byggingu nýja hins nýja Landsspítala.  Við þessa vinnu er notast við sprengingar og eru kröfur um að halda titringi og hljóðónæði innan ákveðinna mark.

VERKEFNIÐ

Verkefnið er í því fólgið að mæla titring og hljóð á völdum stöðum og gera mælingarnar aðgengilegar.  þannig verði hægt að fylgjast með áhrifum sprenginga og stilla þær af út frá mælingunum svo áhrif á byggingar og fólk sem í þeim hefst sé innan marka.

LAUSNIN

Verkfræðistofan Vista sá um að sameina titrings og hljóðmælikerfi frá Instantel með GSM sítengingu og  hinum fullkomna fjargæslu og fjarstýrikerfi VDV.  Með þessu geta verktakar fylgst með titrings – og hljóðáhrifum framkvæmda í nær rauntíma og stillt sprengingar og aðrar framkvæmdir af eftir mælingunum.

VERKEFNI

Verkfræðistofan Vista Lynghálsi 9 110 Reykjavik | Kennitala: 620102-3260