Lýsing á verkefninu

Raf­magns­fram­leiðsla lá niðri að miklu leyti í Sult­ar­tanga­virkj­un í Þjórsá eft­ir að bergsylla féll í heilu lagi úr berg­inu vest­an við gömlu brúna ofan í frá­rennslis­skurð, þetta gerðist 3. júlí 2020.

Þessi bergsylla var alveg við gömlu brúna sem til stóð að fjarlægja, ekki þótti óhætt að leggja í þá vinnu fyrr en búið væri að tryggja öryggi starfsmanna á vettvangi.

Því hafði Landsvirkjun samband við Verkfræðistofuna Vista til að setja upp mælingar og öryggisbúnað til tryggja öryggi á staðnum.

Haft var samband við Vista vegna góðrar reynslu af sambærilegum sprungumælingum og viðvörunarkerfis sem sett var upp við Kárahnjúkavirkjun við lok framkvæmdar á því virkjunarsvæði.

Þetta verkefni þurfti að vinna hratt því Sultartangavirkjun gekk á litlum afköstum vegna þessa og þurfti að komast aftur í full afköst sem fyrst.

Haft var samband við Vista á miðvikudegi og átti verkinu að vera lokið strax  helgina á eftir þar sem starfsmenn verktaka myndu mæta í vinnu á mánudeginum til að byrja að rífa niður gömlu brúnna.

Um var að ræða að vakta tvö atriði, annars vegar sprungu í berginu sem var farin að stækka og að vakta hreyfingu á stöplunum á gömlu brúnni, til að sjá hvort þeir hreyfðust.

Verkefnið

Sprungunemi frá Geokon settur upp og tengdur við mælibúnað til að fylgjast með bergsprungunni í rauntíma.

Mælinemi fyrir hreyfingu á brúarstöpplunum var ekki til í landinu, hentugast hefði verið að nota leysernema með spennuútgangi.  Því var farið út í það að hanna og smíða nema sem myndi henta í þetta verk. Hannaður var nemi sem var þannig útbúinn að grannur stálvír var strengdur á milli brúarstöpplana, var hann festur beint á stöpulinn öðru megin en hinum megin í sérsmíðaðan búnað með trissu (hjól) og gormum sem héldu strengnum strekktum.  Við hjólið var fest nákvæmis stöðuviðnám sem skynjaði hreyfingu á hjólinu með mm námkvæmni. Þessi búnaður var smíðaður hjá Vélsmiðjunni Sveini í Mosfellsbæ.

Rauntímaeftirlit með ljósum og látum

Á stjórnskápinn var settur upp stór lúður og blá blikkljós. Lúðurinn og blikkljósin fara í gang um leið og hreyfing kemur á sprunguna eða stöpplana.  Þá gefst starfsmönnum ráðrúm að forða sér strax.

Einnig eru send út smáskilaboð og tölvupóstur til starfsmanna á svæðinu.

Vefaðgangur

Allar mælingarnar eru sóttar ört og settar strax upp í VDV (Vista Data Vision).  Þar getur verkkaupi séð á línuritum allar hreyfingar sem eiga sér stað og eru þær rétt tímasettar.

Einnig er spennuvöktun á búnaðinum sjálfum og er send út skilaboð ef búnaður verður t.d. spennulaus.

Allur búnaður var hannaður, smíðaður settur saman, forritaður og prófaður á 2 dögum.  Það tók síðan einn langan dag að setja búnaðinn upp og prófa. Allt var tilbúið aðfaranótt sunnudags og því tilbúið fyrir vinnu á mánudeginum.

Verkfræðistofan Vista ehf, Bíldshöfða 14 110 Reykjavik | Kennitala: 531115-0740