Nauðsynlegt var að geta fylgst með notkun djúpgáma sem eru staðsettir við fjölbýlishús á Kársnesi og í Smárahverfinu í Kópavogi. Þannig geta starfsmenn bæjarins fylgst með því hvort að gámarnir séu tæmdir reglulega og einnig komið í veg fyrir að þeir séu tæmdir of oft, en slíkt er kostnaðarsamt. Lausn VISTA hentaði vel þar sem auðvelt er að setja skynjara upp og öll gögn eru mjög aðgengileg í VDV kerfið frá Vista. Notaðir voru mælar sem sem byggja á leysigeislatækni til að meta fyllinguna (notkun) í djúpgámunum.
Kostir VDV við lausn á verkefninu:
- Auðvelt er að skoða notkun í rauntíma.
- Hægt að skoða gögn um notkun aftur í tímann.
- Auðvelt er að birta gögn í mælaborði þar sem starfsmenn geta fylgst með nýtingu.
- Ekki er verið að tæma hálf fulla gáma og þannig er náð fram hagræði í rekstri.
- Lágmarka kolefnisspor við sorphirðu.
- Möguleiki á að uppfæra gögn frá mælitækjum sem senda frá sér upplýsingar með mislöngu millibili, t.d. á klukkutíma fresti, daglega eða vikulega.
Niðurstaða
Kosturinn við að nota einfalda mæla til að ná fram aukinni hagræðingu og betri þjónustu við íbúa fjölbýlishúsa er ótvíræður. Umhverfisvænn valkostur sem kemur í veg fyrir óþarfa kostnað og tryggir umhverfisvæna nálgun við sorphirðu.