Vista hefur á undanförnum misserum unnið að öflugri QAQC (gæðatryggingar og gæðaeftirlits) viðbót fyrir loftæðaeftirlit í VDV. Þessi lausn hefur nýst T&B Systems gífurlega vel en í kjölfarið fékk fyrirtækið Vista til að þróa sértæka viðbót við VDV sem gerir þeim kleift að flytja gögn með mjög einföldum hætti úr VDV kerfinu í gagnagrunn USEPA. Með þessari viðbót fæst mikill tímasparnaður auk þess sem hætta á mannlegum mistökum við færslu gagnanna minkar til muna.
Samstarf Vista og T&B Systems á sviði loftgæðamælinga er áframhaldandi og mun gera Vista kleift að vera í fararbroddi meðal fyrirtækja sem bjóða hugbúnaðarlausnir fyrir loftgæðaeftirlit.
“Vista Data Vision was paramount in producing a validation tool with the QA/QC module enhanced with the AQS formatting and exporting functionality”.
— David L. Yoho, Staff Scientist
Tæknibúnaður
Fyrir áhugasama þá er búnaður í mælistöðvum T&B Systems eftirfarandi:
Sutron Xlite gagnatölva, vindhraða- og stefnuskynjarar, hitastigs- og rakastigskynjarar ásamt loftþrýstingsnemum frá Climatronics og R.M. Young. Sólgeislapyranómetrar frá Kipp & Zonen og úrkomumælar frá Texas Electronics.
Loftgæðamælibúnaðurinn inniheldur einnig svifryks- og ósonmæla sem framleiddir eru af Teledyne API og Thermo Scientific.
Gögn frá mælistöðvum eru skráð og geymd á Sutron Xlite gagnatölvum. T&B Systems ber ábyrgð á reglulegu eftirliti með gögnum í gegnum AutoPoll hugbúnað. Samskipti gagnatölva fer fram með Ethernet samskiptum.
Hver mælistöð vaktar ákveðin veðurfars- og umhverfisgæðaviðmið, þar með talið styrk PM10 og PM2.5, styrk ósons (O3), vindhraða, vindátt, lofthitastig, hitastig daggarmarka, geislun sólar, loftþrýsting, sólgeislun og úrkomu.