STUTT LÝSING

Viðskiptavinur Verkfræðistofunnar Vista sem staðsettur er í Noregi vinnur fyrir vegagerðina og fleiri aðila þar í landi við jarðvatnsmælingar. Þetta eru mælingar í kringum vegi, flugvelli og annarsstaðar þar sem verið er að leggja nýja vegi.

VERKEFNIÐ

Vista varð að geta tekið á móti gögnum frá mismunandi mælitækjum sem sendu gögn með FTP eða tölvupósti og einnig að geta sótt gögn beint í loggerinn. Viðskiptavinurinn byrjaði með eitt verkefni en hafði einnig hug á að bæta hratt við sig fleiri verkefnum. Í dag eru verkefnin alls tólf talsins. Viðskiptavinurinn verður að hafa yfirsýn yfir öll verkefnin og geta gefið sínum kúnnum aðgang að mælikerfunum.

LAUSNIN

Öll gögn, frá mismunandi mælitækjum, voru sett inn í gagnagrunn VDV. Norski viðskiptavinurinn fékk aðgang að öllum gögnum í gegnum vefviðmót VDV þar sem hann gat gert línurit, stillt viðvaranir og gert rauntímakort. Hver viðskiptavinur hans fékk svo sitt eigið notendanafn og lykilorð til að skoða sín gögn.
Með VDV kerfinu er einfalt að halda utan um mörg verkefni samtímis þar sem lágmarks tími fer í gagnameðhöndlun. VDV fylgist með öllu og lætur vita með SMS um leið og eitthvað bregður út af vana.

VERKEFNI

Verkfræðistofan Vista ehf, Bíldshöfða 14 110 Reykjavik | Kennitala: 531115-0740