LAUSNIN
Öll gögn, frá mismunandi mælitækjum, voru sett inn í gagnagrunn VDV. Norski viðskiptavinurinn fékk aðgang að öllum gögnum í gegnum vefviðmót VDV þar sem hann gat gert línurit, stillt viðvaranir og gert rauntímakort. Hver viðskiptavinur hans fékk svo sitt eigið notendanafn og lykilorð til að skoða sín gögn.
Með VDV kerfinu er einfalt að halda utan um mörg verkefni samtímis þar sem lágmarks tími fer í gagnameðhöndlun. VDV fylgist með öllu og lætur vita með SMS um leið og eitthvað bregður út af vana.