Lýsing á verkefninu

Allt frá árinu 2000 hefur rannsóknarteymi frá University of Alaska Fairbanks fylgst náið með breytingum í sífreranum í Alaska og norður Kanada.

Sífreri (e. permafrost) er skilgreindur sem varanlega frosinn jarðvegur. Hann liggur undir um 25% norðurhveli jarðar og gegnir mikilvægu hlutverki í norðurheimskautskerfinu. Á mörgum sviðum verkfræði og umhverfisfræði er mikilvægt að skilja núverandi stöðu sífrerans, hitastig hans og dreifingu. Umfang þessa verkefnis er mikið og víðfemt. Mikill fjöldi mælitækja og skynjara eru notaðir til þess að fylgjast með loft- og jarðhita, snjódýpt, vatnsmagni sem og hitastreymi í sífreranum víðsvegar á þessu stóra landsvæði. Afskekktustu staðirnir eru á Ellef Ringnes og Prince Patrick eyjum í Kanada og eru aðeins heimsóttir af vísindamönnunum einu sinni á nokkra ára fresti. Aðrir staðir, sem ekki eru jafn afskekktir, eru heimsóttir árlega eða þegar tækifæri gefst til.
Meirihluti gagnaflutnings frá mælitækjunum á sér stað í gegnum gervihnattasamskipti.
Settar hafa verið upp margar mismunandi leiðir til þess að fylgjast með margvíslegum mæligögnum á þessum tuttugu árum sem verkefnið hefur verið í gangi.

Nauðsynlegt var að finna lausn til þess að birta öll þessu gögn á notendavænan og sjónrænan hátt. Eins þurfti að viðhalda gagnaöflun frá eldri mælistöðvum ásamt nýrri mælingum og gera rannsóknarhópum og vísindamönnum kleift að vinna með gögn úr eldri og nýrri gerðum af Campbell Scientific loggerum. Þar að auki þurfti að koma upp gæðaeftirliti með mælitækjum og þeim gögnum sem þau senda frá sér.

 

Kostir VDV við lausn á verkefninu:

  • Möguleiki á að fletta upp, skoða og niðurhala gögnum
  • Hægt að setja upp sérsniðin notendasnið með ýmsum aðgangstýringum
  • Stuðningur á gögnum frá bæði eldri og nýrri Campbell Mælitækjum
  • Möguleiki á að uppfæra gögn frá mælitækjum sem senda frá sér upplýsingar með mis löngu millibili, t.d. á klukkutíma fresti, daglega eða vikulega
  • Vistun gagna á MySQL gagnagrunni og möguleiki að breyta mæligögnum

Starfsfólk Vista tengdi sig inn á tölvukerfi verkefnisins og setti upp VDV hugbúnaðinn. LoggerNet hugbúnaðarlausn frá Campbell var einnig sett upp á sama kerfi og sú lausn var notuð til að sækja mæligögn frá flestum stöðvunum. Stöðvar voru flokkaðar með ýmsum hætti í VDV og gögn einnig birt á heimasíðu verkefnisins. Nokkrir notendaaðgangar voru gerðir með ólíkum notkunarréttindum.

Niðurstaða

Stöðugar mælingar á sífreranum í Alaska og norður Kanada eru nú, á auðveldan hátt, aðgengilegar í rauntíma bæði vísindamönnum og almenningi. Fjöldi rannsakenda fylgist með breytingum á hitastigi í jarðvegi, snjóalögum og vatnsmagni í jörðinni. Auðvelt er að útbúa skammtímaspár t.d. varðandi hvenær jörð frýs o.s.fr. Auðvelt er að yfirfara gögn reglulega og hægt er að fylgjast með ástandi mælibúnaðar. Þannig er hægt að undirbúa viðgerðir og viðhald áður en farið er á afskekkta staði og spara bæði tíma og fjármuni auk þess sem komið er í veg fyrir óvænt útgjöld og ferðir.

Hægt er að skoða heimasíðu verkefnisins hér.

Verkfræðistofan Vista ehf, Bíldshöfða 14 110 Reykjavik | Kennitala: 531115-0740