STUTT LÝSING

Fyrirhugað er að halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2022 í Katar. Mikil uppbygging er hafin nú þegar og eitt af því sem þarf að huga vel að er að grasið á fótboltavöllunum sé í góðu standi og hverskonar vökvunarkerfi henti best í þessum krefjandi aðstæðum.

VERKEFNIÐ

Samstarfsaðili Vista setti upp 4 veðurstöðvar ásamt 3 mælistöðvum til að mæla m.a. rakastig, hitastig og leiðni í jarðveginum. Gögnin þurftu að uppfærast á  tíu mínútna fresti og það varð að vera auðvelt að bera þau saman. Stóru svæði var skipt upp í sextán hólf þar sem í hverju hólfi voru þrír jarðvegsmælar  á mismunandi dýpi (55 mm, 140 mm, 225 mm). Fjórum mismunandi vökvunarkerfum var komið fyrir  og mælingarnar notaðar til að segja til um hvert þessara kerfa henti best við þessar erfiðu aðstæður.

LAUSNIN

Vista setti upp FTP vefþjón til að taka á móti gögnum á tíu mínútna fresti allan sólarhringinn. Sett voru upp línurit og viðvaranir ásamt rauntímayfirliti. Starfsmaður Vista ferðaðist til Katar til að hjálpa við uppsetninguna ásamt því að kenna á VDV, fjargæslukerfi Vista. Áður fyrr voru gögn sótt handvirkt og sett í Excel og borin þannig saman. Með rauntímaeftirliti er hægt að sjá breytingu á jarðvegi um leið og hann er vökvaður. VDV kerfið flýtir þannig mikið fyrir þar sem fljótlegt er að bera saman mismunandi svæði.

VERKEFNI

Verkfræðistofan Vista ehf, Bíldshöfða 14 110 Reykjavik | Kennitala: 531115-0740