STUTT LÝSING

Heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2022 verður haldið í Katar og er mikil uppbygging hafin nú þegar. Eitt sem þarf að huga vel að er að grasið á völlunum henti vel loftslaginu.

VERKEFNIÐ

Samstarfsaðili Vista setti upp 4 veðurstöðvar ásamt 3 mælistöðvum til að mæla m.a. rakastig, hitastig og leiðni í jarðveginum. Gögnin þurftu að vera uppfærð á 10-mínútna fresti og að auðvelt væri væri að bera þau saman. Stóru svæði var skipt upp í 16 hólf þar sem í hverju hólfi voru 3 jarðvegsmælar (55mm, 140mm, 225mm dýpi). 4 mismunandi vökvunarkerfi voru sett upp og mælingarnar notaðar til að segja til um hvert þeirra henti best við þessar erfiðar aðstæður.

LAUSNIN

Vista setti upp FTP vefþjón til að taka á móti gögnum á 10-mínútna fresti allan sólarhringinn. Sett voru upp línurit og viðvaranir ásamt rauntímayfirliti. Starfsmaður Vista ferðaðist til Katar til að hjálpa við uppsetningu ásamt því að kenna á VDV, fjargæslukerfi Vista. Áður fyrr voru gögn sótt handvirkt og sett í Excel og borin saman. Með rauntímaeftirliti er hægt að sjá breytingu á jarðvegi um leið og hann er vökvaður. VDV kerfið flýtir fyrir vinnu þar sem fljótlegt er að bera saman mismunandi svæði.

VERKEFNI

Verkfræðistofan Vista Lynghálsi 9 110 Reykjavik | Kennitala: 620102-3260