VERKEFNIÐ
Samstarfsaðili Vista setti upp 4 veðurstöðvar ásamt 3 mælistöðvum til að mæla m.a. rakastig, hitastig og leiðni í jarðveginum. Gögnin þurftu að uppfærast á tíu mínútna fresti og það varð að vera auðvelt að bera þau saman. Stóru svæði var skipt upp í sextán hólf þar sem í hverju hólfi voru þrír jarðvegsmælar á mismunandi dýpi (55 mm, 140 mm, 225 mm). Fjórum mismunandi vökvunarkerfum var komið fyrir og mælingarnar notaðar til að segja til um hvert þessara kerfa henti best við þessar erfiðu aðstæður.