STUTT LÝSING

ÍTR rekur níu upphitaða gervigrasvelli á Reykjavíkursvæðinu. Allir eru þessir vellir hitaðir upp með heitu vatni í gegnum þéttriðið lagnanet rétt undir grasfletinum. Tilgangurinn er að halda völlunum þannig allan veturinn að yfirborð þeirra sé ófrosið og snjólaust.

VERKEFNIÐ

Í snjókomu kostar sólarhringsupphitun hvers vallar um 50.000 kr sem eru miklir peningar.  Verkefnið felst í því að stýra upphitun þannig að upphitunarkostnaður sé lágmarkaður án þess að notagildi vallanna minnki.

LAUSNIN

Verkfræðistofan Vista endurbætti upphitunarkerfi vallanna þannig að upphitun tekur mið af þörfinni. Hluti lausnarinnar er hið fullkomna VDV fjargæslu- og fjarstýrikerfi ásamt myndavélum þannig að hægt er fjarstýra upphitun vallanna af nákvæmni og lágmarka vatnsnotkun.

VERKEFNI

Verkfræðistofan Vista ehf, Bíldshöfða 14 110 Reykjavik | Kennitala: 531115-0740