STUTT LÝSING

Fráveita Garðabæjar er með fimmtán fráveitustöðvar í rekstri. Flestar stöðvanna eru brunnar af miðlungsstærð en tvær stöðvar dæla fráveituvatni inn í aðallögn sem liggur til aðaldælustöðvar við Faxaskjól.

VERKEFNIÐ

Verkefnið er að tryggja að fráveitustöðvarnar séu ætíð í gangi, að tilkynna tafarlaust um bilanir í dælubúnaði og að afla mælinga þannig að hægt sé að greina óheppilega þróun áður en hún verður að bilun.

LAUSNIN

Verkfræðisstofan Vista endurbætti stjórnkerfi allra fráveitustöðvanna með VDV fjargæslukerfinu sem tengist öllum rekstrarþáttum stöðvanna. Umsjónarmenn geta nú frá skrifstofu sinni eða í gegnum snjallsíma skoðað gang dælustöðvanna og einbeitt sér að þeim stöðvum sem ekki hafa fullkomin gang.

VERKEFNI

Verkfræðistofan Vista ehf, Bíldshöfða 14 110 Reykjavik | Kennitala: 531115-0740