STUTT LÝSING

Vista var fengin til að sjá um að setja upp búnað svo hægt væri að fylgjast með loftflæði hjá gas og jarðgerðarstöð SORPU, Álftanesi (GAJA). Í GAJ​A fer fram endurvinnsla á forflokkuðum lífrænum heimilisúrgangi í moltu og metan. Eitt af þeim ferlum er að moka jarðgerðarefnum í þroskunarkrær. GAJ​A vildi fylgjast með flæðismælingum í loftrásinni í framleiðsluferlinu og því var settur upp mælir á loftræsti rör frá hverri þroskunarkró.

VERKEFNIÐ

Verkefnið var fólgið í því að koma fyrir nemum í  flæðilögnum. Svo GAJA  gæti fylgjast með og stjórnað loftflæði og hita fyrir gerjun í lífrænum ferlum og skilyrðum sem ákjósanlegt er innan hvers þroskunarkró.

Allar mælingar koma í rauntíma og birtast í gagnagrunni.

LAUSNIN

Nemanum er komið fyrir í flæðilögninni og þurfa neminn að þola þau skilyrði sem eru í lögnunum svo að réttar mælingar komi fram. Lykillin af því að þetta ferli fari vel er að vita hvaða efni koma í gegnum loftrásina svo að réttir nemar séu valdir.

Snemma í ferlinu kom í ljós að það þyrfti að koma fyrir harðgerðum flæðis nemum sem gætu staðist álag af þeim efnum sem flæða í gegnum loftræstikerfið

Svo GAJA /Sorpa geti fylgst með niðurstöðum úr mælunum þá var einnig smíðaður skápur sem sér um að halda til haga þeim upplýsingum sem mælarnir gefa.

Verkefnið er hluti af sjálfvirku eftirliti sem Vista sér um fyrir GAJA til að tryggja sem besta rekstur.