STUTT LÝSING

Í Mosfellsbæ, sem og í öðrum bæjarfélögum, er viðamikið fráveitukerfi sem safnar fráveituvatni frá hverju einasta húsi og flytur rör af röri og brunn af brunni í sístækkandi lagnir allt þar til allt fráveituvatn er komið í aðalfráveitustöð þaðan sem því er dælt á endanlegan stað.  Gott fráveitukerfi er mikilvægt lýðheilsumál og þegar vel tekst til verður enginn var við hið umfangsmikla kerfi sem allt er neðanjarðar.

Fráveitukerfi þurfa sitt eftirlit og góð leið er að setja sjálfvirkt mælikerfi sem upplýsir um rennsli og vatnshæð í lögnum.  Þar sem fráveitukerfi eru öll neðanjarðar og fráveitubrunnar þröngir og djúpir er vandasamt að útbúa mælikerfi sem setja má í brunna án kostnaðarsamra breytinga á þeim.

Eitt helsta vandamál með mælingar í fráveitubrunnum er að mælibúnaður er oftsettur ofaní lögnina. Það þýðir að óhreinindi safnast auðveldega fyrir og geta valið stíflum. Lausn Vista fólst í því að mæla vatnshæð og hafa engann mælibúnað ofaní lögninni.

VERKEFNIÐ

Mosfellsbær hefur um árabil nýtt sér fjarmælikerfi Vista á ýmsum sviðum og fól Vista að gera tillögu um sjálfvirkar mælingar í fjórum fráveitubrunnum í mikilvægum aðallögnum.

LAUSNIN

Vista hannaði festingar sem settar eru efst í brunna og eru þannig útbúnar að ekki þarf að vinna niðri í brunnum því öllu má sinna að ofan.  Notaðir eru sérstakir hæðarmælar sem mæla vatnshæð af mikilli nákvæmni án snertingar og rennsli er síðan reiknað út með rennslislykli.  Auk vatnshæðarmælingar er vatnshiti fjarmældur.  Kosturinn  við að fjarmæla vatnshæð og vatnshita er að enginn búnaður er í botni fráveitubrunna og á kafi í fráveituvatninu. Engin óhreinindi safnast því á nemana með tilheyrandi truflun á mælingum og viðhaldi.  Auðvelt að er fjarlægja nemana þegar unnið er við brunnin eða til þess að sinna viðhaldi á búnaðinum.

Vatnshæðin og útreiknað rennsli er skráð á 10 mínútna fresti í gagnaskráningartæki.  Allar mælingar eru fluttar í VDV mælivef Vista þar sem þær eru aðgengilegar starfsmönnum Mosfellsbæjar á aðgangsstýrðri VDV vefsíðu.

Settur var upp götuskápur við hlið skólpbrunnsins með mælibúnaði, loftneti og sólarsellu.

Þar sem ekkert rafmagn er við brunnana þá keyrir allur mælibúnaður og fjarskipti á rafgeymi.  Til hleðslu rafgeymisins er sólarsella.  Yfir fjóra dimmustu vetrarmánuðina er engin hleðsla og þá stillir mælibúnaðurinn sig sjálfvirkt í lágmarksham sem tryggir samfelldar mælingar en mæligögn eru sótt sjaldnar.

Verkfræðistofan Vista ehf, Bíldshöfða 14 110 Reykjavik | Kennitala: 531115-0740