Verkfræðistofan Vista á Verk og Vit 2016
Verkfræðistofan Vista tekur þátt í stórsýningunni Verk og vit 2016.
Við verðum með bás A6 og við kynnum sérstaklega orkueftirlit okkar sem við höfum unnið að í fjölda ára og hefur reynst með miklum ágætum.
Orkueftirlitið er ætlað fyrir eftirlit með byggingum og öðrum sem nota mikla orku, eins og gervigrasvellir, sundlaugar og veitur.
Kíkið á nýja heimasíðu. ORKUEFTIRLIT.IS
Andrés Þórarinsson verður með fyrirlestur um orkumál föstudaginn 4.mars kl: 14:00
“Leyndardómur orkueftirlitsins – Hvað gerist bak við tjöldin? Hvernig fara peningarnir beint í ræsið? “
Eftir margra ára rannsóknir þá liggur það fyrir: Drjúgur hluti orkunotkunnar kemur ekki að neinu gagni heldur fer út í loftið eða í ræsið. Í þessu stutta fyrirlestri verða sýnd dæmi um helstu brotalamir í orkukerfum stærri bygginga. Stuðst er við raunverulegar mælingar og útskýrt í hverju ágallar er fólgnir. Þessi fyrirlestur er sniðinn að þörfum þeirra sem greiða orkureikninga stærri bygginga.
Komið og fræðist um hvernig hægt er að þéna peninga með einföldum aðferðum.