Veðurmælingar – Markalækur
Vista hefur sett upp mælibúnað til veðurmælinga að landi Markalæks sem stendur við Sogið. Eigandi landsins vildi fá nákvæmar veðurmælingar á landinu og var því farið í það verk að setja upp veðurmastur. Þeim veðurgögnum sem er safnað er ; Regn, loftþrýstingur, hiti og raki. Jafnframt er vindmæling (átt og styrkur vinds).
Mikilvægt var að sem minnst rask yrði á jarðvegi og var verkefnið því nokkuð vandasamt. Holur voru handmokaðar og búnaður var fluttur í höndunum á svæðið. Fengu starfsmenn Vista góða líkamsrækt við starfið. Gekk uppsetning mjög vel þar sem veður var stillt og milt.
Mælingar eru gerðar af forskript frá Veðurstofu Íslands sem þýðir að tryggja þarf rétt hæð mælibúnaðar frá jörðu. Var Veðurstofan höfð með í samráði við að ákvarða staðsetningu mastursins.
Búnaðarlisti
Við val á búnaði var ákveðið að nota búnað sem hefur reynst vel við íslenskar aðstæður og hefur margsannað sig fyrir áreiðanleika og nákvæmni. Vindmælar frá RM Young og mælibúnaður/síriti frá Campbell Scientific.
- 10 metra mastur ásamt vírfestingum og stögum frá Campbell
- Vindhraða og áttamælir sem er í 10 metra hæð frá RM Young
- Regnmælir frá RM Young
- Hitastig og loftþrýstingur í 2 metra hæð frá Campbell
- Hitastig við jörð frá Campbell
- Tengikassi með sírita CR310-Cell 215 frá Campbell
- 30 Watta sólarsella og 110 Ah rafgeymir
Framkvæmd
Til að tryggja stöðugt mastur þá var steypt 110 kg botnstykki sem var notað sem sökkull og mastrið fest á. Var það “smá” vinna við að koma botnstykkingu á réttan stað í mjúkum jarðveginu, þar sem frost var ekki komið í jörðu. Grafið var fyrir festum sem tengjast við vírstögunum sem tryggja stöðugleika mastursins. Auðvelt er að reysa mastrið þar sem það er mjög létt. Hægt er að taka það niður í helminga ef á þarf að halda.







1, 2 og 3 Upp fer mastrið!



Mastur komið upp og búnaður klár


Veðurgögn upp í skýið
Öllum veðurgögnum er safnað með Campbell CR310-cel215 sírita sem sendir frá sér gögn á 10 min fresti uppí skýlausn Vista (Vista Data Vision). Kerfið býður upp á marga möguleika til að birta gögn og vinna með upplýsingar.

