UPPSETNING STÖÐVA OG AÐGANGUR AÐ RAUNTÍMAGÖGNUM Á VEFNUM
Áhugi á veðri er mikill og margir vilja hafa veðurmælingar í sínu nærumhverfi. Þá helst í hendur, veðurstöðin sjálf og góð framsetning veðurmælinga. Veðurmælingar eru mikilvægar í rekstri ýmissa kerfa eins og fráveitu, gervigrasvalla, í orkueftirliti og sem hafnarveður sem sjómenn nota. Það þarf að vanda til svo veðurmælingar séu öruggar og búnaður endist vel. Auk vinds og lofthita má auka lítillega við og fá útreiknaða vindkælingu og daggarmark. Annar mælibúnaður er regnmælir, loftvog, sólarbirtumælir, loftraki og hitastig við jörðu.
Vista útvegar allan búnað til veðurmælinga og annast uppsetningu og viðhald. VDV hugbúnaðarkerfi Vista eru sérlega hentug til að birta veðurmælinga, slíkar veðurupplýsingar má samkeyra með upplýsingum úr fráveitukerfum, gervigrasvallakerfum og orkueftirlitskerfum til að fá heilstæða mynd.