HEILDARLAUSNIR FYRIR VATNSVEITUR MEÐ MÆLINGUM OG STÝRINGUM

Vel rekin vatnsveita er ein af undirstöðum nútímalífs. Það er tekið sem sjálfgefið að vatn komi úr krana þegar skrúfað er frá en til að svo megi vera þarf vel rekið vatnsveitukerfi.

Verkfræðistofan Vista annast hönnun á öllum rafbúnaði og stýringum svo og fjareftirlit fyrir bilanir og daglegt eftirlit. Sérstakt við rekstur vatnsveitukerfa er leit að lekum sem auðveldlega geta tvöfaldað vatnsþörfina. Eitt helsta vopnið í lekaleit er síritun á vatnsrennsli þar sem hækkun á grunnnotkun er mælikvarði á leka. Þegar gerð er leit á leka þá er gjarnan farið um hverfi og skrúfað fyrir einstaka greinar sem snöggvast til að sjá hvort lekinn sé á þeirri grein. Þá er ómetanlegt að geta skoðað á farsíma rauntímamælingar yfir vatnsrennsli sem uppfærast á nokkurra sekúndna fresti. Oft er sett fjareftirlit á eldri vatnsveitukerfi í þeim tilgangi að einfalda umsýslu, bæta lekaleit og bæta stórkostlega alla yfirsýn.

DÆMI UM NOTKUN FJARGÆSLUKERFIS Í VATNSVEITUM

  • Lekaleit og yfirsýn

    Fyrir bæjarfélög á höfuðborgarsvæðinu hefur Vista sett upp kort fyrir vatnsveitukerfi bæjarfélagana sem sýnir stöðu mála í hverjum mælibrunni og við hvern mælipunkt í vatnsveitukerfinu.  Þar koma m.a. fram;  rennsli og þrýstingur kerfisins á hverjum  stað.  Þessi gögn eru í rauntíma og því hefur starfsmaður vatnsveitunnar góða heildaryfirsýn yfir kerfið og stöðu þess.  Þetta nýtist einnig fullkomnlega við lekaleit, þar sem skrúfað er fyrir kerfið á einum stað til að sjá hvernig kerfið bregst við, þannig verður lekaleitin auðveld og fljótleg.  Hægt er einnig að sjá kerfið í snjallsímum.

  • Vöktun og viðvaranir

    Með fjargæslukerfinu er auðveldlega hægt að vakta alla mælipunkta kerfisins og stilla viðvörunarmörk fyrir útsendingar á SMS og tölvupóstum til vaktmanna.  Með þessu fyrirkomulagi er auðveldlega hægt að fá viðvörun ef kerfið hegðar sér óeðlilega, t.d ef þrýstingur á ákveðnum stað fellur of mikið eða ef rennsli í ákveðnri lögn verður of mikil, t.d. við leka.   Einnig ef næturnotkun í bæjarfélaginu verður óvenju há.  Hægt er að útfæra viðvarnir til vaktmann á ótrúlega marga vegu.

Vista annast vatnsveitur fyrir smærri og stærri sveitafélög og hefur gert sl. 20 ár

HAFÐU SAMBAND

FRÉTTIR

Vista er VIRKT fyrirtæki 2023
Uppsetning á aflögunarmæli í Þorskafyrði
Verkfræðistofan Vista ehf, Bíldshöfða 14 110 Reykjavik | Kennitala: 531115-0740