HEILDARLAUSNIR FYRIR VATNSVEITUR MEÐ MÆLINGUM OG STÝRINGUM
Vel rekin vatnsveita er ein af undirstöðum nútímalífs. Það er tekið sem sjálfgefið að vatn komi úr krana þegar skrúfað er frá en til að svo megi vera þarf vel rekið vatnsveitukerfi.
Verkfræðistofan Vista annast hönnun á öllum rafbúnaði og stýringum svo og fjareftirlit fyrir bilanir og daglegt eftirlit. Sérstakt við rekstur vatnsveitukerfa er leit að lekum sem auðveldlega geta tvöfaldað vatnsþörfina. Eitt helsta vopnið í lekaleit er síritun á vatnsrennsli þar sem hækkun á grunnnotkun er mælikvarði á leka. Þegar gerð er leit á leka þá er gjarnan farið um hverfi og skrúfað fyrir einstaka greinar sem snöggvast til að sjá hvort lekinn sé á þeirri grein. Þá er ómetanlegt að geta skoðað á farsíma rauntímamælingar yfir vatnsrennsli sem uppfærast á nokkurra sekúndna fresti. Oft er sett fjareftirlit á eldri vatnsveitukerfi í þeim tilgangi að einfalda umsýslu, bæta lekaleit og bæta stórkostlega alla yfirsýn.