Hugbúnaðaruppsetning í tveim stærstu stíflum Víetnam

Í maí síðastliðnum ferðaðist Ólafur Haukur til norðurhluta Víetnam. Ferðalagið var langt en eftir 20 klst flug til Hanoi þurfti 9 tíma keyrslu í fjallahéruðum Víetnam til að komast á áfangastað.

 

Verið að vinna í VDV. Hér má sjá aðgangsíðuna fyrir kerfið.

Verkefnið var að setja upp og kenna starfsfólki tveggja vatnsaflsvirkjanna á VDV, mælihugbúnað Verkfræðistofunnar Vista. Um var að ræða tvær stærstu stíflur Víetnam, Lai Chau (1200 MW) sem er þriðja stærsta stífla Víetnam og Son La (2400MW) sem er sú stærsta. Hvor stífla um sig hefur yfir 1000 nema sem eru meðal annars notaðir til að fylgjast með sprungum í steypu, leka undir eða meðfram stíflunni og halla stíflunnar. Ólafur Haukur Pétursson hugbúnaðarsérfræðingur Vista sinnti verkefninu frá upphafi til enda en vegna tungumálaörðuleika var fenginn túlkur til að aðstoða Ólaf við kennsluna.

 

Um 300km eru á milli stíflanna en þær eru samt sem áður á sama innanhúsneti. Þetta gerir það að verkum að auðvelt er að flytja gögn í rauntíma frá báðum stíflunum yfir í höfuðstöðvar fyrirtækissins sem eru staðsettar við aðra stífluna. VDV var því sett upp á netþjón í höfuðstöðvunum sem sá um að geyma, birta og meðhöndla öll þau mæligögn sem komu inn.

Ólafur Haukur ásamt nemendum og túlki

Ólafur var 5 daga á svæðinu og allir dagarnir voru vel nýttir. Bæði uppsetningin á kerfinu og kennslan gekk vonum framar. Í lok ferðarinnar var kerfið tilbúið og viðskiptavinurinn gat skoðað rauntíma gögn fyrir báðar stíflurnar í einu og sama kerfinu. 9 starfsmenn orkufyrirtækisins voru á námskeiðinu og útskrifuðust þeir allir úr VDV-skólanum.

 

6 x 400MW túrbínur.
Ef vel er að gáð má sjá 2 starfsmenn sitja í einni skrifstofunni neðst.

Hérna má sjá staðsetningu stíflanna.