FYRSTA FLOKKS ÞJÓNUSTA FRÁ 1984
Verkfræðistofan Vista ehf var stofnuð árið 1984. Í upphafi voru verkefnin tengd sjálfvirkni og rafmagni, einkum í fiskimjölsiðnaði. Síðar þróuðust verkefnin og tóku breytingum, eftir því sem breytingar urðu í tæknigreinum. Nú eru verkefni stofunnar fyrst og fremst eftirfarandi:
- Stjórn og eftirlitskerfi fyrir veitur og allan iðnað
- Umhverfismælingar
- Sjálfvirk mælikerfi fyrir allar mælingar
- Orkueftirlitskerfi og ráðgjöf í orkunotkun
- Gagnasöfnun frá mælitækjum og rekstur vefþjónustu fyrir allar mælingar
- Hugbúnaðargerð og búnaður fyrir mælikerfi og sjálfvirkni
- Rekstur tölvuseturs sem sækir mæligögn sjálfvirkt í mælitæki og setur á vefsíðu