Vista ehf er formlegur endursöluaðili á búnaði frá hinum heimsþekkta framleiðanda Topcon á Íslandi. Topcon er leiðandi aðili á framleiðslu og hönnun tækjabúnaðar á sviði framkvæmda og jarðvegsgerðar. Topcon sérhæfir sig í sölu á búnaði fyrir vélastýringar, landmælingum og laserum. Topcon er þekkt fyrir að bjóða upp á nýjungar og hágæðavörur sem hafa staðist kröfur í marga áratugi.

Vélastýringar

MC-X kerfið hefur komið mjög velút enda er það einfalt í notkun og uppsetningu. MC-X kerfið skiptist upp í tvær vörulínur MAX og Mobile. MAX kerfið er hanað til notkunar á öllum gerðum vinnuvéla og notar sömu skynjaratækni á öllum vélum. MC-Mobile er hannað sem einfalt kerfi á minni vélar. Kerfið er hannað þannig að hægt er að færa móttakara og skjá af vél og nota sem færanlega mælistiku (e. Rover). Bæði MC-MAX og MC-Mobile byggja á sömu gerð skynjara, er þá allt viðhald auðvelt og utanumhald um varahluti.

Leiðréttingarþjónusta

Nýttu þér leiðréttingarþjónustu frá TOPNET Live. Tryggðu hámarksnákvæmi við framkvæmdir og komdu í veg fyrir tafir og sóun í vinnu með nákvæmum mælingum.