ÁREIÐANLEGT EFTIRLIT OG SKÝRSLUGERÐ

Hljóð- og titringseftirlitskerfi geta verið bráðnauðsynleg við ýmsar framkvæmdir eða þar sem hljóðmengun getur orðið vandamál. Oft er um að ræða framkvæmdir þar sem verið er að sprengja og kröfur eru um að titringur og ónæði vegna hávaða sé innan ákveðinna marka.

Verkfræðistofan Vista býður upp á heildstæða lausn í eftirliti með hljóði og titringi. Stofan aðstoðar við hönnun eftirlitskerfis, sér um uppsetningu búnaðar, birtingu gagna í vefviðmóti, skýrslugerð og fleira. Hugbúnaður Vista, Vista Data Vision,  sem notaður er við slíkt eftirlit hefur náð mikilli útbreiðslu og er notaður af mörgum helstu fyrirtækjum heims á þessu sviði.

KOSTIR EFTIRLITS

  • Örugg vinna í samræmi við reglugerðir

    Við framkvæmdir þar sem forðast þarf áhrif titrings og hljóðs á fólk og byggingar er nauðsinlegt að eftirlit sé til staðar. Verkfræðistofan Vista sinnir slíku eftirliti og aðstoðar verktaka og framkvæmdaraðila með aðgengilegum mælingum svo hægt sé að halda titringi og hljóðónæði fyrirframákveðinna marka.

  • Traust heildarlausn

    Verkfræðistofan Vista hefur mikla reynslu að hvers kyns mælingum og eftirliti. Til að vel sé að verki staðið við hljóð og titringsmælingar þarf hönnun, uppsetning, val á tækjum og eftirlit allt að vinna saman. Innan Verkfræðistofunnar Vista starfar fólk með sérþekkingu samstarfaðilar Vista framleiða mælitæki sem eru leiðandi á heimsmarkaði. Þetta gerir það að verkum að Vista getur boðið upp á heildsteiða lausn, frá uppsetningu til birtingar og nýtingu gagna.

  • Birting gagna á vefviðmóti

    Verkfræðistofan hefur í fjölda ára aðstoðað stórar erlendar verkefræðistofur við hönnun á hugbúnaði sem birtir mælingar og við hljóð – og titringseftirlit. Þetta kerfi gerir notendum kleift að að sjá, greina og vinna með gögn í vefviðmóti. Boðið er upp á viðvaranir sem sendar eru með sms-skilaboðum eða tölvupósti sem og sjálfvirka skýrslugerð.

Sendu póst á vista@vista.is og fáðu kynningu á hljóð- og titringseftirliti

HAFÐU SAMBAND

FRÉTTIR

Von Harðfiskverkun
Verkfræðistofan Vista ehf, Bíldshöfða 14 110 Reykjavik | Kennitala: 531115-0740