ÁREIÐANLEGT EFTIRLIT OG SKÝRSLUGERÐ
Hljóð- og titringseftirlitskerfi geta verið bráðnauðsynleg við ýmsar framkvæmdir eða þar sem hljóðmengun getur orðið vandamál. Oft er um að ræða framkvæmdir þar sem verið er að sprengja og kröfur eru um að titringur og ónæði vegna hávaða sé innan ákveðinna marka.
Verkfræðistofan Vista býður upp á heildstæða lausn í eftirliti með hljóði og titringi. Stofan aðstoðar við hönnun eftirlitskerfis, sér um uppsetningu búnaðar, birtingu gagna í vefviðmóti, skýrslugerð og fleira. Hugbúnaður Vista, Vista Data Vision, sem notaður er við slíkt eftirlit hefur náð mikilli útbreiðslu og er notaður af mörgum helstu fyrirtækjum heims á þessu sviði.