Posts

Eftirlit með innviðum – Þjóðgarðurinn á þingvöllum

Ísland er vinsæll ferðamannastaður eins og aukning á komu ferðamanna til landsins síðust ár sýna. Með aukningu ferðamanna þá hefur álag á innviði landsins aukist og hefur þurft að bregðast við því með uppsetningum á betri aðstöðu á vinsælustu ferðamannastöðunum. Þjóðgarðurinn Þingvellir er enginn undantekning þegar kemur að aukningu ferðamanna og þörf á betri aðstöðu þeim til handa.

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum hefur sett upp aukna salernisaðstöðu við bílastæðin í þjóðgarðinum, þá nánar tiltekið við bílastæðið P2 og við Silfru. Hafa verið settar upp stórar safnþrær til að taka við skólpi sem er svo tæmt reglulega af dælubílum. Mikilvægt er að tryggja að ekki fyllist í safnþrónum yfir háannatímann á sumrin og ekki vera að tæma of oft yfir veturinn þegar rólegt er.

Þjóðgarðurinn er í dag að nota þjónustu frá Vista í formi talningar á ferðmönnum með lausn frá Eoc-counter. Hafa verið settir upp teljara sem mæla fjölda ferðamanna sem ganga um vinsælustu staðina. Þjóðgarðurinn leitaði því til Vista um að koma fyrir búnaði sem gæti sagt til um notkun og söfnun í þeim setþróm sem eru í notkun á þjóðgarðinum.

Stærðar setþró sem búið er að koma fyrir. 30.000 Lítrar frá Sæplast.

Val á búnaði

Eftir að hafa skoðað málið þá var ákveðið að nota mæla sem hafa reynst vel á Íslandi frá SensoNeo. Nú þegar notaðir í fjöldan allan af djúpgámum og framhlaðningum. Mælarnir eru radarmælar sem senda geisla sem dregur 255 cm og styðjast við NB-IoT samskiptatæknina sem styðst við GSM fjarskiptakerfið. Nemarnir eru með innbyggðu batterí sem dugar í 2 – 3 ár og hringja “heim” einu sinni á dag með stöðu á mælingum eða þegar ákveðnum mörkum er náð.

Framsetning á gögnum

Vista bíður viðskiptavinum sínum upp á að nota Vista Data Vision til að geyma öll gögn sem hluti af þjónustu sinni. Vista Data Vision býður upp á eftirlitshluta sem styður við eftirlit með sopgámum og safnþróm á einfaldan og sjónrænan máta.

Framkvæmd

Eftir að hafa komið fyrir mæli þá koma í ljós að ekki var gott NB-IoT samband á svæðinu og þurfti því að bíða eftir að það var settur upp nýr GSM endurvarpi. Hefur því GSM samband batnað til muna innan þjóðgarðsins. Var því hægt að byrja prófanir aftur. En verkið var ekki unnið, kom í ljós að mælirinn gat ekki sent geislann og fengið til baka merki vegna endurkasts frá háslinum á setþrónni, Þá þurfti að fara hugsa málið upp á nýtt og á endanum var prófaður nýjasti neminn frá SensoNeo 5.0 sem er með “hornum” sem stýra geislanum betur og auðvelda móttöku. Var þannig komið í veg fyrir að þurfa að setja festingar í hálsinn sem lækkuðu nemann niður að efribrún setþrónnar. Gat þessi nýji nemi þannig greint betur yfirborð vatnsins í setþrónni og komið með marktækar mælingar.

Setþró teikning

Myndir frá vettvangi

Niðurstaða

Verkefnið hefur nýtt sér margar tæknir sem hafa verið að ryðja sér til rúms á undanförnum árum í formi smærra nema og með tilkomu NB-IoT stuðnings fjarskiptafyrirtækjana. Hægt er þannig að safna gögnum frá vettvangi til að hámarka fjárfestingar og koma í veg fyrir sóun. Internet hlutann og lausnir frá Snjallborginn hafa svo sannarlega skilað sínu.