Posts

Hljóðmælingar

Hvað er hávaði

Hávaði er hugtak þar sem átt er við óæskileg eða hávært hljóð sem hefur truflandi áhrif á fólk. Hávaði er mældur í desibelum (dB). Misjafnt er hvaða áhrif hávaði hefur á fólk þar sem styrkur, tímalengd og tíðni hljóðs  getur verið ólíkur eftir aðstæðum. Langvarandi hávaði getur haft líkamleg og andleg áhrif og meðal annars valdið þreytu, streitu, minni einbeitningu o.fl. Mikilvægt er því að hávaði á vinnustöðum skuli vera viðunandi og ekki hærri en svo að fólk geti starfað við eðlileg skilyrði. Sé hávaði viðvarandi á vinnustöðum er mikilvægt að draga úr honum áður en hann fer yfir ákveðin mörk bæði til að verja heyrn og öryggi starfsmanna.

Afhverju eru hljóðmælingar mikilvægar

Daglega er hávaði alls staðar í umhverfi okkar og geta uppsprettur hans verið margvíslegar, bæði í vinnuumhverfinu, tómstundum og á heimilum. Hávaði getur leitt til varanlegs heyrnatjóns og valdið aðstæðum þar sem slys verða. Í aðstæðum þar sem margt fólk safnast saman getur hávaðinn verið verri ef rýmið er með lélega hljóðvist. Hávaði truflar alla starfsemi og hefur áhrif á einbeitningu starfsmanna og gerir vinnuaðstæður erfiðari

Í reglugerð Nr. 921/2006 um varnir gegn álagi vegna hávaða á vinnustöðum er að finna neðri og efri viðbragðsmörk og viðmiðunarmörk fyrir hávaða.

  • Neðri viðbragðsmörk eru 80 dB(A) – heyrnahlífar skulu vera til staðar ef hávaðinn nær þessu marki.
  • Efri viðbragðsmörk eru 85 dB(A) – Þegar þessum mörkum er náð er skylda að nota heyrnahlífar
  • Viðmiðunarmörk eru 87 dB(A) – Í engum tilvikum má hávaði sem starfsmenn búa við fara yfir þessi mörk að jafnaði á átta stunda vinnudegi

Hvað er hægt að gera

Það sem öll þessi hávaða mörk eiga sameiginlegt er hversu mikilvægt er að vernda heyrn okkar. Með mælingu á hávaða er hægt að draga úr afleiðingum hans á heyrn fólks en til þess þarf að vera til staðar mælar sem gefa til kynna þegar sú þörf er til staðar. Til þess að koma í veg fyrir hávaða þarf að finna upptök hans og mæla hann. Hægt er að mæla hljóð á mismunandi vegu hvort sem það eru t.d. staðbundnar mælingar, tíðnigreiningar o.fl.

Ástæðan fyrir því að hljóð eru mæld á mismunandi vegu eru að það dugar ekki alltaf sama lausn við lágtíni- og hátíðnihávaða.

Vista Verkfræðistofa býður upp á ráðgjöf er varðar  hávaða, sinnir almennri ráðgjöf, mælingum sem og endurbótum. Með ráðgjöf frá okkur getum við hjálpað við að finna lausnir til þess að draga úr hávaða eins og kostur er og stuðla að því að þær ráðstafanir sem gerðar eru til að draga úr hávaða komi að notum.

Hljodmaelingar-NSRT-MK3
Fáðu ráðgjöf hjá okkur og við finnum lausn sem hentar þér vista@vista.is

Vista sumar 2022

Sumarið byrjaði á Akureyri þar sem Samorkuþing 2022 var haldið við frábærar aðstæður og auðvita var gott veður.
Sumarið hjá Vista byrjaði á Akureyri þar sem Samorkuþing 2022 var haldið við frábærar aðstæður og auðvita var gott veður.

Fjölbreytt verkefni sumarið 2022

Sumarið hjá Vista er mjög annasamur tími þar sem sinnt er fjölmörgum viðhaldsverkum sem erfitt getur reynst að gera yfir veturinn. Vista bætti við sitt þjónustuframboð með því að hefja sölu á vörum frá ECO-Counter og TOPCON. Bæði ECO-Counter og TOPCON eru nú þegar í notkun um land allt.

ECO-Counter

Vista-og-Eco-counter
Smart City

ECO-Counter

Franska fyrirtæki Eco-counter frá Brittany, hefur náð miklu árangri af því að selja lausnir sem eru notaðar til að telja vegfarendur hvort sem þeir eru gangandi, hjólandi eða ríðandi. Nú þegar eru yfir 100 teljara í notkun út um allt land af opinberum- og einkaðilum, má þar nefna, Reykjavíkurborg og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, Ferðamálastofa, Umhverfisstofnun, World Class, Sundlaugar Reykjavíkur svo einhverjir séu nefndir. Eru teljara frá Eco-Counter notaðir til að telja ferðmenn sem hafa sótt eldana við Fagradalsfjall heim á liðnum árum. Með hraðri fjölgun hjólreiðafólks og áherslum á vistvænni ferðamáta er talning á vegfarendum sífelt mikilvægari til að sjá raunstöðu og líka til að spá fyrir hugsanlega flöskuhálsa á göngu- og hjólreiðastígum. ECO-counter kerfið er heildarlausn, búnaður (Nemar og staurar) og öflugur hugbúnaður sem nýtist fyrir alla þá aðila sem þurfa að fylgjast með umferð vegfarenda. Er Eco-counter hluti af snjallboararlausnum (e.Smart City) Vista.

Topcon/Topnet

Topnet staðsetningarbúnaður tryggir nákvæmni í uppsetningum fyrir jarðvegs- og byggingariðnað.

TOPCON/TOPNET

Búnaðurinn frá TOPNET er íslendingum góðum kunnugur. Vista hefur nú hafið sölu á búnaði frá TOPCON og landmælingarhugbúnaði (GPS/GNSS) frá TOPNET. TOPCON er eitt þekktasta merki heims þegar kemur að nákvæmi í mælingum fyrir landmælingar og allar framkvæmdir fyrir jarðvegs- og byggingariðnað. Hægt er að skoða vöruúrvalið á heimasíðu Mælibúnaðar (systurfélags Vista).

Eftirlit með mikilvægum innviðum

Starfsmenn Vista á mælistað að sinna innviðaeftirliti.

Innviðaeftirlit Vista er stór þáttur í þjónustu Vista. Vista sinnir eftirliti með loftgæðastöðvum, vatns- og fráveitum, orkunotkun, svo eitthvað sé nefnt. Sérfræðingar og tæknimenn Vista sinna eftirlitit og viðhalda á mælistað og skila af sér skýrslum sem tryggja öruggarmælingar sem uppfylla lög og reglugerðir.

Narrowband IoT

Heiðar Karlsson framkvæmdastjóri Vista , fjallar um Narrowband IoT og notkun fyrir veitufyrirtæki á Samorku 2022.

Myndir frá starfsemi Vista sumarið 2022

Vista – Þjónustuframboð

Þjónustu framboð Vista tekið saman í stutt video sem sýnir þær fjölmörgu lausnir sem Vista bíður upp á. Lausnir Vista nýtast borgum og bæjum um land allt til að tryggja sem bestu lífsgæði íbúa.

  • Orkueftirlit og stýringar fyrir húsnæði fyrir opinbera aðila eða einkaaðila
  • Orkueftirlit og stýringar fyrir snjóbræðsla fyrir íþrótta velli og gangstéttir
  • Veðurmælingar
  • Loftgæðamælingar innan- sem utandyra
  • Vatnsveita eftirlit með rennsli og og bilunum
  • Umferðareftirlit og talning (Umferð og gangandi vegfarendur)
  • Götluljósstýringar
  • Sorpeftirlit og stýring
  • Titrings og hljóðmælingar
  • GPS leiðréttingarþjónusta
  • Hýsingarþjónusta Vista Data Vision

Vista Data Vision

Verkfræðistofan Vista hefur áralanga reynslu af gerð hugbúnaðar fyrir verkefni sem tengjast stýringum, viðvörunum og meðhöndlun mæligagna. Margt af því sem áður þurfti sérlausnir í má nú framkvæma með stöðluðum lausnum og tilheyrandi stjórn- og mælibúnaði.

Hugbúnaðarkerfið Vista Data Vision er notað af viðskiptavinum Vista til að halda utan um öll mæligöng og stýringar. Kerfið býður upp á fjölmarga möguleika

  • Gagna söfnun
  • Myndræn framsetning á gögnum (e. Dashboards)
  • Skýrslur og viðvaranir sem hægt er að stilla að þörfum
  • Auðvelt að veita aðgang að gögnum
  • Fullur API stuðningur
  • Aðgangstýring á gögnum og verkefnum

Stöðug vöruþróun tryggir nýja virkni með reglubundnum uppfærslum.

Snjallborgin hjá Vista

Hugtakið Snjallborgin (e. Smart City) er ekki nýtt af nálinni og hefur verið töluvert í umræðunni á undanförnum árum.  Borgir og sveitarfélög hafa unnið með hugtakið í tengslum við stafræna umbreytingu (e. Digital Transformation). Slík vinna er hluti af þeirri stafrænu byltingu sem hófst upp úr 1980 og hefur vaxið hratt með tilkomu nýrrar og betri tækni í skynjurum og fjarskiptatækni.   Snjallborgin er byggð á mörgum mismunandi þáttum svo sem Interneti hlutanna, 5G og skýjaþjónustum, svo eitthvað sé nefnt. 

Vista Snjallboargar lausnir
Heildarlausn við eftirlit mæligagna

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna fléttast inn í Snjallborgina, en þar hafa þjóðir heimsins komið sér saman um að byggja sjálfbærar borgir, tryggja aðgang að hreinu vatn, hreinu lofti, svo nokkur atriði séu nefnd af markmiðunum 17. Allt atriði sem við tökum sem sjálfsögðum hlut. 

Lausnir Vista geta aðstoðað við að vinna að heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna

Verkfræðistofan Vista, sem framsækið fyrirtæki á sviði verkfræði og hugbúnaðargerðar, er einstaklega vel í stakk búið til að styðja við Snjallborgina. Víðtæk reynsla Vista við uppsetningu mælibúnaðar af ýmsum toga og tengja gögn úr slíkum búnaði við skýjaþjónustu er mikils virði þegar kemur að því að virkja alla þætti snjallborgarinnar.

En skoðum nú þá þætti Snjallborgarinnar sem Vista hefur sérhæft sig.

 

Orkustjórnun

  • Vista býður upp á eftirlit og stjórnun á orkunotkun.  Krafan um sjálfbærni og að lágmarka kolefnisspor gerir það að verkum að gott eftirlit er nauðsynlegt til að geta fylgst með og gripið inní ef á þarf að halda..

Sorphirða og eftirlit

  • Vista bíður upp lausnir sem henta vel við að fylgjast með nýtingu og losun á gámum. Stórt atriði þegar kemur að sjálfbærni og að lágmarka kolefnisspor með því að vera ekki að tæma hálf fulla gáma.

Stýring á heitu og köldu vatni

  • Lausnir Vista hafa verið nýttar af opinberum aðilum við að hámarka nýtingu á heitu og köldu vatni þegar kemur að stýra hita eða snjóbræðslu. Hreint vatn er okkar dýrmætasta auðlind hér á Íslandi og hana þarf að nýta skynsamlega.

Stýring á fráveitu

  • Vista hefur þjónustað sveitarfélög með stýringu og eftirlit á fráveitu í áratugi. Nauðsynlegt er að tryggja gott eftirlit til að fylgjast með bilunum og hugsanlegri mengun.

Umferðastjórnun

  • Vista býður upp á lausnir til þess að fylgjast með allri bílaumferð. Þannig er hægt að taka upplýstar ákvarðanir þegar kemur að því að eiga við umferðarþunga eða fylgjast með nýtingu á bílastæðahúsum.

Götulýsing

  • Vista býður upp á stýringar á götulýsingu Snjallborgarinnar. Með slíkri stýringu er hægt að tryggja lágmarks orkusóun.  Hægt er að stýra einstökum ljósastaurum eða setja í hópa sem hægt er að stýra útfrá mismunandi forsendum svo sem dagsetningum eða tíma dags.

Loftgæði

  • Mælibúnaður frá Vista hefur í gegnum tíðina verið notaður til þess að mæla loftgæði. Loftgæði er sá þáttur í borgarlífinu sem einn mest getur haft áhrif á heilsu og líf íbúanna. Loftgæði eru lýðheilsumál. 
Orkueftirlitskerfi frá Vista hafa skilað miklum árangri í rekstri stærri fasteigna og mannvirkja.

Heyrðu í okkur!

Við aðstoðum þig við að ná árangri.
info@vista.is