Posts

Orkueftirlit – Von Harðfiskverkun

Vista hefur sett upp virkt orkueftirlit hjá VON Iceland Harðfiskverkun. Getur Von fylgst með orkunotkun í raun-tíma í gegnum Vista Data Vision vefkerfi Vista. Gott eftirlit með orkunotkun er nauðsynlegt til að koma í veg fyrir orkusóun og tryggja hámarksnýtingu á orku. Orkukostnaður er oft falinn kostnaður í rekstri fyrirtækja, með mælingum er hægt að ná fram umtalsverðum sparnaði. Vista býður Von velkomna í hóp viðskiptavina Vista sem nýta sér orkueftirlitsþjónustu Vista.

Uppsetning á orkueftirliti var mjög einföld, með því að setja upp púlsteljara við orkumælinn frá HS-Veitum. Hver púls segir til um ákveðið magn af notaðri orku. Púlsteljarinn er með innbyggðu NB-IoT modemi sem hringir gögnin í ský lausn Vista (Vista Data Vision). Er þá hægt að fylgjst með orkunotkun í nær raun-tíma og bregðast hratt og örugglega ef orkunotun er of mikil. Orkusóun er viðvarandi vandamál á Íslandi og með einföldum hætti er unnt að fá skýra mynd af orkunotkun fyrirtækja.

Vista sumar 2022

Sumarið byrjaði á Akureyri þar sem Samorkuþing 2022 var haldið við frábærar aðstæður og auðvita var gott veður.
Sumarið hjá Vista byrjaði á Akureyri þar sem Samorkuþing 2022 var haldið við frábærar aðstæður og auðvita var gott veður.

Fjölbreytt verkefni sumarið 2022

Sumarið hjá Vista er mjög annasamur tími þar sem sinnt er fjölmörgum viðhaldsverkum sem erfitt getur reynst að gera yfir veturinn. Vista bætti við sitt þjónustuframboð með því að hefja sölu á vörum frá ECO-Counter og TOPCON. Bæði ECO-Counter og TOPCON eru nú þegar í notkun um land allt.

ECO-Counter

Vista-og-Eco-counter
Smart City

ECO-Counter

Franska fyrirtæki Eco-counter frá Brittany, hefur náð miklu árangri af því að selja lausnir sem eru notaðar til að telja vegfarendur hvort sem þeir eru gangandi, hjólandi eða ríðandi. Nú þegar eru yfir 100 teljara í notkun út um allt land af opinberum- og einkaðilum, má þar nefna, Reykjavíkurborg og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, Ferðamálastofa, Umhverfisstofnun, World Class, Sundlaugar Reykjavíkur svo einhverjir séu nefndir. Eru teljara frá Eco-Counter notaðir til að telja ferðmenn sem hafa sótt eldana við Fagradalsfjall heim á liðnum árum. Með hraðri fjölgun hjólreiðafólks og áherslum á vistvænni ferðamáta er talning á vegfarendum sífelt mikilvægari til að sjá raunstöðu og líka til að spá fyrir hugsanlega flöskuhálsa á göngu- og hjólreiðastígum. ECO-counter kerfið er heildarlausn, búnaður (Nemar og staurar) og öflugur hugbúnaður sem nýtist fyrir alla þá aðila sem þurfa að fylgjast með umferð vegfarenda. Er Eco-counter hluti af snjallboararlausnum (e.Smart City) Vista.

Topcon/Topnet

Topnet staðsetningarbúnaður tryggir nákvæmni í uppsetningum fyrir jarðvegs- og byggingariðnað.

TOPCON/TOPNET

Búnaðurinn frá TOPNET er íslendingum góðum kunnugur. Vista hefur nú hafið sölu á búnaði frá TOPCON og landmælingarhugbúnaði (GPS/GNSS) frá TOPNET. TOPCON er eitt þekktasta merki heims þegar kemur að nákvæmi í mælingum fyrir landmælingar og allar framkvæmdir fyrir jarðvegs- og byggingariðnað. Hægt er að skoða vöruúrvalið á heimasíðu Mælibúnaðar (systurfélags Vista).

Eftirlit með mikilvægum innviðum

Starfsmenn Vista á mælistað að sinna innviðaeftirliti.

Innviðaeftirlit Vista er stór þáttur í þjónustu Vista. Vista sinnir eftirliti með loftgæðastöðvum, vatns- og fráveitum, orkunotkun, svo eitthvað sé nefnt. Sérfræðingar og tæknimenn Vista sinna eftirlitit og viðhalda á mælistað og skila af sér skýrslum sem tryggja öruggarmælingar sem uppfylla lög og reglugerðir.

Narrowband IoT

Heiðar Karlsson framkvæmdastjóri Vista , fjallar um Narrowband IoT og notkun fyrir veitufyrirtæki á Samorku 2022.

Myndir frá starfsemi Vista sumarið 2022

Samorkuþing 2022

Samorkuþing verður haldið á Akureyri dagana 09.maí til 10.maí. Vista verður á staðnum með bás í Hofi að kynna þjónustur og vörur. Vista hefur mikla reynslu af því að þjónusta fyrirtæki sem starfa í orkumálum, hvort sem það eru dreyfingar aðilar eða orkuframleiðendur. Innviðaeftirlit Vista er kjörið til að tryggja raun-tíma eftirlit, þannig er hægt að grípa í tauminn áður en bilanir verða og koma þannig í veg fyrir hugsanlegt stærra tjón.

Fjölbreytt þjónusta og verkefni sem Vista bíður upp á

  • Lausnir fyrir rauntímaeftirlit
  • Orkueftirlit
  • Tryggðu sjálfbærin með mælingum
  • Loftgæðamæla innan- og utandyra
  • Jarðvegsmælingar
  • GPS leiðréttingar frá TOPCON
  • Mælibúnað fyrir veður, umhverfi og veitur
  • Götuljósastýringar
  • Umferðatalning
  • Ráðgjöf 
Vista býður upp á alhliðaþjónust þegar kemur að rekstri fyrir sveitarfélög, veitu- og orkufyrirtæki
Snjallborgin frá Vista nær yfir allar þarfir borgar og bæja