Loftgæði – Rokgjörn lífræn efnasambönd
Afhverju er góð loftræsting mikilvæg
Fólk dvelur stærstan hluta dagsins innan dyra, á heimilum, skólum heilbrigðisstofnuna og öðrum einka eða opinberum byggingum. Lofgæði í þessum byggingum getur haft gífurleg áhrif á heilsu þeirra og vellíðan. Slæm loftgæði geta valdið alvarlegum heilsufarslegum vandamálum.
Hvað er VOC og af hverju þurfum við að vita hvað það er?
VOC (Volatile organic compound) sem á íslensku eru kölluð „rokgjörn lífræn efnasasambönd „ er samheiti fyrir þúsundir lífrænna efnasamabanda sem innihalda kolefni og eru lofttegundir sem er að finna við herbergishita. Þessi rokgjörnu efni gufa auðveldlega upp og samlagast andrúmsloftinu innandyra.
Þessi lífræna efnablanda getur bæði komið frá húsgögnum, tækjum, búnaði og einnig frá hreinsiefnum, ilmefnun, málningu, lakki og bóni. Styrkur sumra þessarra efna getur hækkað í innilofti sem hefur of hátt rakastig og þ.a.l. haft áhrif á heilsu fólks sem þar dvelur.
Þau VOC efni sem okkur stendur hætta af í háum styrk í andrúmsloftinu og geta ertu augu og háls, valdið höfuðverk,asmaeinkennum, ógleði og jafnvel verið krabbameinsvaldandi eru aseton, arsenik, bensen, ethylen glycol, formaldehýð og vetnissúlfíð.
Hafa þarf þó í huga að VOC er að finna allstaðar í andrúmsloftinu og eru sum VOC náttúrulega framleitt af dýrum, plöntum og örverum og er það þá kallað (BVOC).
Plöntur framleiða um 90% allra VOC í andrúmsloftinu og gegna þar mikilvægu hlutverki í efnaferlum sem eiga sér stað í andrúmsloftinu. Um 10% af VOC í umhverfinu eru manngerð og koma meðal annars frá jarðeldsneyti, málningaþynniefni og þurrhreynsiefnum.

Hvernig er unnt að fylgjast með mengun af VOC efnum?
Til eru mælar sem auðvelda heimilium og vinnustöðum að halda utan um loft, raka og hita mælingar sem geta komið að góðu gagni þegar kemur að því að finna út hvort VOC sé komin yfir skaðlegt mörk í okkar nærumhverfi.
Þeir mælar sem Vista verkfræðistofa bíður upp á eru meðal annars:
- Þráðlaus hita-, raka- og loftgæða síriti – hannaður til að fylgjast með loftgæðum innandyra
- Þráðlausir hita-, raka- og loftþrýsting síritar – notaðir við mælingar innanhúss
- Þráðlausir hita- og raka síritar – notaðir til að mæla bæði hitastig og rakastig á stöðum sem krefjast stöðugs eftirlits
- Þráðlaus koldíoxíð (CO2) síriti – mælir gasstyrki ásamt hita, raka og loftþrýsting.
Einnig eru til aðrar útfærslur á mælunum þar sem þeir eru útbúnir mæli pinnum sem ná á staði sem sjálfur síritinn kemst ekki.
Hvernig er unnt að vita af hættunni af VOC efnunum og koma í veg fyrir hana
Mikilvægt er því að hafa í huga hve skaðleg VOC getur verið og hafa skal í huga að fjarlægja vörur með VOC af heimilinu, geyma vörurnar ekki á svæðum kringum fólk heldur í geymsluskúrum eða bílskúrum. Þá er mikilvægt að auka loftræstingu innandyra þar sem að VOC efni losna við hærra hitastig og geta valdið ertingu í stöðnuðu lofti.
Engin viðurkennd mengunarmörk eru fyrir VOC eða heildarmörk rokgjarnra lífrænna efnasamband en almennt er talið að ef styrkurinn í andrúmsloftinu er undir 90ppb (parts per billion) teljist hann lágur, 90 -150 ppb ásættanlegrur, 150 -310 ppb á mörkum þess að vera slæmur og hár ef hann fer yfir um 310 ppb.
