Posts

Veðurmælingar – Markalækur

Vista hefur sett upp mælibúnað til veðurmælinga að landi Markalæks sem stendur við Sogið. Eigandi landsins vildi fá nákvæmar veðurmælingar á landinu og var því farið í það verk að setja upp veðurmastur. Þeim veðurgögnum sem er safnað er ; Regn, loftþrýstingur, hiti og raki. Jafnframt er vindmæling (átt og styrkur vinds).

Mikilvægt var að sem minnst rask yrði á jarðvegi og var verkefnið því nokkuð vandasamt. Holur voru handmokaðar og búnaður var fluttur í höndunum á svæðið. Fengu starfsmenn Vista góða líkamsrækt við starfið. Gekk uppsetning mjög vel þar sem veður var stillt og milt.

Mælingar eru gerðar af forskript frá Veðurstofu Íslands sem þýðir að tryggja þarf rétt hæð mælibúnaðar frá jörðu. Var Veðurstofan höfð með í samráði við að ákvarða staðsetningu mastursins.

Búnaðarlisti

Við val á búnaði var ákveðið að nota búnað sem hefur reynst vel við íslenskar aðstæður og hefur margsannað sig fyrir áreiðanleika og nákvæmni. Vindmælar frá RM Young og mælibúnaður/síriti frá Campbell Scientific.

Framkvæmd

Til að tryggja stöðugt mastur þá var steypt 110 kg botnstykki sem var notað sem sökkull og mastrið fest á. Var það “smá” vinna við að koma botnstykkingu á réttan stað í mjúkum jarðveginu, þar sem frost var ekki komið í jörðu. Grafið var fyrir festum sem tengjast við vírstögunum sem tryggja stöðugleika mastursins. Auðvelt er að reysa mastrið þar sem það er mjög létt. Hægt er að taka það niður í helminga ef á þarf að halda.

1, 2 og 3 Upp fer mastrið!

Mastur komið upp og búnaður klár

Veðurgögn upp í skýið

Öllum veðurgögnum er safnað með Campbell CR310-cel215 sírita sem sendir frá sér gögn á 10 min fresti uppí skýlausn Vista (Vista Data Vision). Kerfið býður upp á marga möguleika til að birta gögn og vinna með upplýsingar.


Svifryksmælingar Bíldudal

Íslenska kalkþörungafélagið, Vatnaskil og Vista hafa sett upp svifryksmæla í Bíldudal. Uppsetning mælana er hluti af rannsóknarvinnu ÍSKALK við að mæla og met magn svifryks sem kemur frá athafnarsvæði ÍSKALK við höfnina í Bíldudal.

Uppsetning og stillingar

Mælarnir voru staðsettir í bænum út frá leiðbeiningum Vatnaskila til að ná sem bestum heildarmælingum á svifryki. Allir 3 mælarnir eru með ultrasonic vindnema sem segir til um vindstyrk og vindhraða, er það mjög miklvægt að hafa vindmælingar til að geta metið uppruna svifryksins. Mælarnir eru að mæla svifryk af mismunandi stærðum, ásamt því að mæla gastegundirnar NO, NO og NOx.

Mælunum var komið fyrir á stálstöngum sem standa á forsteyptum einingum og stagað með vír. Búið var að setja upp staura og stög áður en starfsmenn Vista mættu á staðinn og komu mælum fyrir. Tryggja þarf stillingar á mælum og kvarða vindátt sem hluti af uppsetningu. Allt verkið tók því um 6 tíma og er það mjög heppilegt að það er flogið tvisvar á dag (Norlandair) á uppsetningar daginn. Var hægt að fljúga að morgnin og vera kominn aftur í bæinn seinni part dags, var undirbúningur og forvinna lykillinn að því.

Mælingar og útbúnaður

Búnaðurinn sem var valinn er frá AQMesh og hefur verið notaður á Íslandi í nokkur ár með góðum árangri. Mælarnir eru einfaldir í notkun og auðveldir í uppsetningu. Mælarnir henta mjög vel þar sem fókus mælinga er svifryk og algengar gastegundir (e. particule matter). Mælarnir geta greint nokkrar stærðir af svifryki.

  • PM 1
  • PM 2.5
  • PM 4
  • PM 10
  • NO
  • NO2
  • NOx
  • CO2 (einn mælir)
  • CO (einn mælir)
  • Hita- og rakastig

Gagnasöfnun

Gögnum verður safnað saman í 6 mánuði, að þeim tíma liðnum þá mun sérfræðingar á vegum Vatnaskila skila af sér sínum niðurstöðum. Mælarnir senda frá sér gögn á 1 klst fresti inn í Vista Data Vision skýlausnar kerfi Vista. kerfið býður upp á marga möguleika við að birta gögn og framsetningu, sjá myndir neðar.

Framsetning mælinga

Mælarnir 3 eru sýndir á yfirlitsmynd ásamt klst gildum mælinga.

Staðsetning mæla og gildi mælinga.

Vindrósir sýna styrk og vindátt

Sjónræn framsetning á mælingum getur aukið til muna skilning allra þeirra sem koma að verkefninu.

Íslenska Kalkþörungafélagið

Íslenska kalkþörungafélagið ehf. var stofnað að frumkvæði Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða árið 2001. Félagið stóð fyrir því að gerð var matsskýrsla á námi kalkþörungasets í Arnarfirði. Þann 17. desember árið 2003 var skrifað undir vinnsluleyfi til handa félaginu.

Vatnaskil

Vatnaskil er ráðgjafarfyrirtæki með höfuðstöðvar í Reykjavík og starfsstöð á Akureyri. Allt frá stofnun árið 1982 hefur fyrirtækið veitt ráðgjöf á flestum sviðum auðlinda- og umhverfismála, t.a.m. þeim sem lúta að yfirborðsvatni, grunnvatni, sjávarstraumum, loftgæðum, vindafari og jarðhita.

Ýtarefni:

Svifryk

Vinnueftirlitið fíngert ryk

Nýr samningur um loftgæðaeftirlit Vista og ON

Vista
Vista starfsmenn að sinna eftirliti með loftgæðamæli H2S

Verkfræðistofan Vista, í samstarfi við Orku Náttúru, hafa gert með sér samning um eftirlit á loftgæðastöðvum sem eru í eigu Orku Náttúru.

Vista tekur að sér rekstur loftgæðamælistöðva við Hellisheiðarvirkjun, Nesjavallavirkjun, Hveragerði, Norðlingaholt,Lækjarbotna og Lambhaga í Úlfarsárdal. Einnig tilheyrir verkefninu sjálfstæð veðurstöð á Bolavöllum staðsett vestan við Hellisheiðarvirkjun sem og móttaka og birting veðurmælinga og umsjá tveggja veðurstöðva í eigu Vegagerðarinnar á Sandskeiði og á Hellisheiði miðri.

Öllum gögnum er safnað saman í skýjalausn Vista , Vista Data Vision og eru þar aðgengileg. Starfsmenn Vista tryggja öruggar mælingar með reglubundnu viðhaldi og kvörðun mælibúnaðar.

Starfsmenn Vista þakka það traust sem þeim er sýnt með að fá svona veigamikið verkefni sem krefst mikillar nákvæmni og vandvirkni.

Vista hefur áratuga reynslu af því sinna viðhaldi og fyrirbyggjandi þjónustu þegar kemur að loftgæðamælum. Heyrðu í okkur vista@vista.is

Hjólreiðatalningar

HJÓLREIÐAR OG AÐRIR VISTVÆNIR FERÐAMÁTAR

Á undanförnum árum hafa sífellt fleiri kosið að ferðast um á vistvænan máta á Íslandi. Fólk vill fara um gangandi, hjólandi eða með almenningssamgöngum. Þetta eru vistvænir ferðamátar sem hafa góð áhrif á umhverfið, lífsgæði og lýðheilsu. Þá hafa verið sett fram átök hjá borgaryfirvöldum til þess að koma til móts við þær áskoranir sem felast  í að bæta vistvænan ferðamáta til dæmis með uppbyggingu hjólastíga, vetrar viðhalds sem gerir fólki kleift að ferðast um allt árið sem og stuðlar að betri borg. Þessir þættir eiga að stuðla að því að loftgæði verði betri og bílaumferð minni.
Aðrar áskoranir eru á sama tíma að íbúum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað sem hefur falið í sér meiri umferð, tafir í bílaumferð og verri loftgæði. Með því að leggja áherslur á vistvænan ferðamáta er stuðlað að því að draga úr einkabílum og breyta ferðavenjum fólks. Til þess að koma til móts við vistvænar ferðavenjur þurfa aðstæður að vera hvetjandi fyrir borgarbúa. Það er hægt með lagningu aðskildar göngu og hjólastíga, bætir aðstæður hjólandi og eykur öryggi vegfarenda.

Framtíð hjólandi og gangandi umferðar á Höfuðborgarsvæðinu

Til eru áætlanir og markmið sem sett hafa verið fram varðandi aðgengi gangandi og hjólandi. Þær áætlanir sem eru í gangi eru Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040, Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2021–2025 og Sáttmáli um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu 2020 til 2034  og fela þessar áætlanir í sér að gera Höfuðborgarsvæðið að betri borg með góðum vistvænum ferðamátum.

Í svæðiskipulagi höfuðborgarsvæðisins kemur meðal annars fram að göngu- og hjólaleiðir eigi að tengja höfuðborgarsvæðið saman og á sama tíma mynda heildstætt kerfi göngu- og hjólastíga sem tengja Garðabæjar, Hafnarfjarðarkaupstaðar, Kjósarhrepps, Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar saman.

Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur er leiðar­vísir í eflingu hjól­reiða og uppbyggingu hjól­reiða­innviða. Með þessari áætlun vill Reykjavíkurborg auka fræðslu og þekkingu á hjólum og fjölga þeim sem hjóla til og frá vinnu. Þá á bæta þjónustu fyrir vetrarþjónustu á stígum og hvetja til hjólreiða óháð aldri, getu og efnahag.

Markmið sáttmála um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu eru að auka öryggi, bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta og minnka tafir, stórefla almenningssamgöngur og draga úr mengun af völdum svifryks og losun gróðurhúsalofttegunda til að standa við loftslagsmarkmið stjórnvalda og sveitarfélaga.

Með þessum áætlunum hafa verið sett fram hnitmiðuð og marktæk markmið og sé þeim fylgt ætti höfuðborgarsvæðið að verða fyrirtaks borg með góðum leiðum til vistvænna ferðamáta árið 2040. Til þess að þeim markmiðum sem sett hafa verið fram þarf einnig að fylgjast með og mæla þá sem ferðast á vistvænan máta meðal annars með hjólatalningu.

Af hverju  er mikilvæg að telja gangandi og hjólandi umferð?

Mæling gangandi umferðar er mikilvæg fyrir skipulag og stjórnun borga, svæða og náttúrusvæða.
Svo hægt sé að fylgjast markvist með þróun hjólreiðaumferðar eru sjálfvirkar talningar góð lausn til þess að safna gögnum yfir lengri tíma, en með því er hægt að fylgjast með breytingum á umferðarmagni milli mánaða og ára. Með því að hafa sjálfvirka teljara á helstu hjólaleiðum er hægt að fylgjast með og  fá heildarmynd um þróun hjólreiða og hvort um aukningu sé að ræða á milli ára.

Hjólreiðatalningar og talningaleiðir

Áður en sjálfvirkir hjólateljarar urðu aðgengilegir var stuðst við handtalningu. Að telja handvirkt hefur bæði kosti og galla, hægt er að telja aksturstefnur, gerð hjóla og aldur, hjálmanotkun o.fl. Helstu ókostir eru hve tímafrekt og kostnaðarsamt það er. Þar sem það þyrfti að telja nokkra daga í röð á mismunandi tímum, bæði um virka daga og helgar, til þess að fá marktækar niðurstöður.
Sjálfvirkir teljarar hafa einnig kosti og galla, erfiðara er að telja hjálmnotkun vegfarenda. Kostur er að talið er í hvaða veðri sem er, stefna hins hjólandi er talin og auðveldara að safna gögnum yfir lengri tíma.
Sjálfvirkir hjólateljarar er hægt að nýta til að telja allt árið, telja fyrir ákveðin tímabil yfir árið eða talning til styttri tíma.

Hvaða lausnir eru í boði

Þeir teljarar sem Mælibúnaður býður upp á eru frá Eco -counter og hafa verið notaðar til þess að telja hjólandi og gangandi umferð í borgum um allan heim. Þeir eru meðal annars:

Eco-DISPLAY Classic+ er sýnilegur rauntímatalningarskjár fyrir reiðhjól, gangandi vegfarendur og hlaupahjól. 

Urban MULTI telur og gerir greinarmun á gangandi og hjólandi vegfarendum og mælir akstursstefnu þeirra. Þetta kerfi er venjulega sett upp varanlega og er fullkomið til að fá þróun gangandi og hjólreiðamanna með tímanum. Urban MULTI er  til að telja stóra hópa gangandi og hjólandi vegfarenda með mikilli nákvæmni sem gerir hann tilvalinn fyrir fjöl farna stíga.

Permanent ZELT er varanlegur hjólateljari sem fræst er í malbik. Hjólateljari sem hannaður er fyrir hjólreiðar í blönduðum umferðaraðstæðum.

Easy– ZELT  hentar vel þegar það þarf að telja hjólandi umferð tímabundið (í einn til sex mánuði). Kerfið notar einnota límlykkjur sem notast við segulsvið, sem skynjar þegar málmur fer yfir þær með vægum straumi sem framkallar talningu. Því er hægt að finna út hvaða farartæki fer yfir lykkjurnar út frá breytingum á straumnum. Lykkjurnar eru einfaldar til uppsetningar.

TUBE teljarar eru notaðir við tímabundna hjólatalningu. Tvær gúmmíslöngur eru settar á yfirborðið á þeim stað sem telja á. Þegar hjólað er yfir slöngurnar myndast loftþrýsingur sem ákvarðar gerð farartækis t.d. hjól eða bíll.

Myndir eru af ecocounter

Hvað er BREEAM ?

BREEAM (British Research Establishment Environmental Assessment Method) er alþjóðlegt vottunarkerfi sem er upp runnið í Bretlandi. Það er í grunninn umhverfismatskerfi sem hefur það markmið að draga úr áhrifum mannvirkja  á umhverfið við hönnun, þróun  og byggingu þeirra en einnig að dregið sé úr neikvæðum áhrifum á líftíma mannvirkjanna.

Unnt er að nota BREEAM vottunarkerfið á allar  tegundir bygginga, þ.m.t. nýbyggingar, endurgerðar byggingar og byggingar í rekstri. Með vottunarkerfinu er fjórir megin þættir sem taka þarf tillit til, sjálfbærni, samfélag, efnahagur og umhverfi.

Hvernig virkar BREEAM ?

BREEAM er notað um allan heim og er grunnurinn að BREEAM International. Nokkur lönd hafa reyndar gengið skrefi lengra og aðlagað staðalinn að þarlendum aðstæðum og bera þá mismunandi vottun t.d. í Noregi er notast við BREEAM-NOR.

BREEAM International fylgir kröfuramma fyrir flestar tegundir bygginga hvort sem þær eru íbúðarhús, stofnanir eða fyrirtæki. Nái húsnæði ekki að falla að öllum flokkum vottunarinnar er hægt að gera sniðin kröfuramma um viðkomandi byggingu sem nefnist þá BREEAM International Bespoke kerfi.

Vottunarferlið felur í sér að fá óháðan matsmann með réttindi fyrir BREEAM vottunarferli til þess að gera úttekt á mannvirkinu á  hönnunarstigi og leggur hann þá mat á hönnun og notkun bygginga út frá matskerfinu. Einnig þarf matsmaður að gera lokaúttekt í fullbúinni byggingu. Að því loknu leggur matsmaður fram endanlega matsskýrslu til BREW Global Lt.d sem gefur út vottunarskjal. Á íslandi vinna viðurkenndir matsmenn fyrir BREEAM vottunarkerfið og veita ráðgjöf við vistvottun fyrir byggingar.

BREEAM kerfinu er skipt upp í 10 umhverfisáhrifaflokka. Hver flokkur hefur mismikið vægi og eru gefin ákveðin stig fyrir hvern flokk en stigin eru mismörg eftir vægi flokksins og einnig fara stigin eftir byggingartegund hverju sinni. Til þess að  bygging standist vottun þarf hún að ná að minnsta kosti 30% stigum af byggingareinkunnkerfisins.

Þeir tíu umhverfisáhrifaflokkar í vottunkarkerfi BREEAM eru talir hér upp út frá vægi þeirra:

  • orka,
  • heilsa og vellíðan,
  • byggingarefni,
  • umhverfisstjórnun,
  • landnotkun og vistfræði,
  • mengun,
  • nýsköpun,
  • samgöngur
  • úrgangur
  • vatn

Matsferlið gefur færi á að draga úr rekstrarkostnaði eigna. Það  hjálpar einnig til að  uppfylla staðla og umhverfislöggjöf ásamt því að  gefa  betri yfirsýn, hámarka árangur í umhverfismálum, efla innri úttektir, rýniferli, gildi og söluhæfni eignar.

Af hverju er þetta mikilvæg vottun?

Það er að sjálfsögðu hægt að byggja mannvirki án þess að styðjast við ákveðin vottuð kerfi með það háleita markmið í huga að ferlið við það sé vistvænt. Hins vegar er hvorki hægt að tryggja né ganga úr skugga um að rétt sé staðið að málum og  vistvænasta leiðin farin í öllu ferlinu. Án vottunar er ekki hægt að fullyrða að um umhverfisvæna byggingarferli sé um að ræða og hægt að efast um ferlið.

BREEAM fylgir viðurkenndu vottunarkerfi svo stuðst sé við kröfuramma við allt það ferli sem fylgir því að byggja mannvirki sem heildarlausn. Frá þeim fjölmörgu þáttum sem felur í sér það ferli að byggja eins og hönnun, verktíma, rekstrartíma og orkunotkun á sem vistvænasta máta. Markmið vottunarkerfisins felur því í sér að tryggja að byggingar verði umhverfisvænni, dragi úr neikvæðum umhverfisáhrifum, byggingar verði hagkvæmari í rekstri, að ferlið bæti líftíma bygginga og stuðlar að umhverfisvænni hönnun svo að notendur búi og starfi í heilsusamlegu umhverfi.

Að viðhalda ákveðnum vistvænum markmiðum

Til að viðhalda þeim markmiðum sem sett eru fram í umhverfisáhrifaflokki í vottunkarkerfi BREEAM þá býður Vista upp á bæði ráðgjöf og búnað. Hvort sem það er í flokki orkueftirlits, heilsu og vellíðan, úrgang og vatn.

Í flokki orkueftirlits er boðið upp á búnað til orkumælingar og hitaeftirlits.

Í flokki úrgangs og vatns er boði upp á mengunarmæla og rennslismæla.

Í flokki heilsu og vellíðan eru meðal annars þessir loftgæðamælar:

AQMesh  – Harðgerður loftgæðamælir frá AQMesh til mælinga og eftirlits á loftgæðum utan- og innandyra. AQMesh getur mælt og haft eftirlit með allt að sex mismunandi gastegundum, svifryki/eindum, hljóði, vindhraða, vindátt og loftþrýstingi, hita -og rakastigi. Þeir ná að mæla agnir PM1#5 , PM 2.5#5, PM4#5 og PM10#5.

AQMesh 

Awair Omni –  Innanhúss loftgæðamælir er hannaður til að mæla og hafa eftirlit með loftgæðum hjá fyrirtækjum og stofnunum til að stuðla að heilbrigðum og öruggum loftgæðum á vinnustað. Þeir mæla rokgjörn lífræn efnasambönd í lofti ásamt hita og rakastigi, þá má greina hvort hugsanlega sé myglusveppur að vaxa í húsnæðinu. Þeir ná að mæla agnir af stærð 2,5 míkrómetra eða minni (PM 2.5#5).

Ýtarefni fyrir BREEAM

BREEAM | BRE Group

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Grænni byggð

Svifryk

Hvað er í andrúmsloftinu sem við öndum að okkur ?

Andrúmsloftið samanstendur af blöndu af gastegundum. Í þurru lofti við meðalhita er nitur 78% þess og súrefni 21%. Afgangurinn eða 1% samanstendur af nokkrum gastegundum í litlu magni sem þó eru mikilvægar jörðinni. Auk þess eru í andrúmsloftinu ógrynni ýmis konar agna bæði í vökva- og í föstu formi. Stærð agnanna sem eru í andrúmsloftinu er mjög breytileg. Yfirleitt eru agnir á bilinu 10-15 µm (µm = míkrómetrar, 1 µm = 0,001 mm) í þvermál taldar til fallryks enda falla agnir af þessari stærð og stærri til jarðar nálægt mengunaruppsprettum

Hvað er svifryk ?

Agnir undir 10 µm teljast til svifryks  (PM: Particulate Matter) enda geta þær borist um lengri veg fyrir áhrif vinda. Stærri agnir falla til jarðar nálægt mengunaruppsprettum en þær minni geta borist lengra með lofti og inn á íverustaði fólks. Svifryki er skipt í gróft svifryk, sem er á bilinu 2,5 – 10 µm, og fínt svifryk sem er  undir 2,5 µm. Stundum er einnig talað um mjög fínt svifryk sem er undir 1 µm. Fínar svifryksagnir eru flestar af mannavöldum eins og frá bruna eldsneytis, sót, steinryk, málmryk, súlfat, kalk, salt, slit á malbiki og fleira. Grófari svifrykagnir eru flestar frá náttúrunni eins og frjókorn, eldgosi,  sjávarúða ,sandi og silt.

Umhverfisáhrif eins og veðurskilyrði geta skapað mismunandi aðstæður fyrir myndun svifryks, dreifingu þess og þar með þau áhrif sem svifryk getur haft á umhverfið. Þar má nefna:

  • Nagladekk valda sliti á malbiki og því mælist meira svifryk á veturna en á öðrum árstímum.
  • Stillt og þurrt loft á veturna getur valdið því að ekki verði mikil hreyfing á loftinu sem hefur í för með sér að mengun getur safnast upp.
  • Veruleg mengun getur fylgt mikilli umferð og þá helst við stórar umferðargötur og nálægð við iðnað.
  • Mikið rok veldur oft að jarðvegur fýkur sem orsakar svifryk.
  • Mikið blautviðri getur dregið úr svifryksmyndun þar sem ögnunum rignir niður.

Í reglugerð nr. 920/2016 kemur fram að markmið hennar sé að halda loftmengun af völdum brennisteinsdíoxíð, köfnunarefnisdíoxíð og köfnunarefnisoxíð, bensen, kolsýring, svifryk og blý í andrúmsloftinu utandyra í lámarki. Ákveðin viðmiðunarmörk hafa því verið sett fram til að fylgjast með styrk mengunarefna í andrúmsloftinu og eru þau misjöfn eftir tegundum. Efri mörkin eru 50 µg/m3 miðuð við meðaltalssólarhringsstyrk.  Þessi mörk eru sett fram til þess að hægt sé að grípa til viðeigandi ráðstafna varðandi heilsuverndarmörk sem eiga að tryggja heilsu manna til lengri tíma.

Hvaða áhrif hefur svifryk á heilsu og líðan fólks?

Svifryk hefur verið tengt við margvíslega þætti er varða heilsu og líðan. Þrátt fyrir að svifryk innihaldi ekki alltaf eitruð efni, geta smáar agnir sem fólk andar að sér  haft skaðleg áhrif á heilsu fólks. Svifryk hefur verið tengt við lungna-, hjarta- og æðasjúkdóma og krabbamein. Því smærra sem svifrykið er því lengra komast agnirnar niður í lungun og geta valdið meiri heilsuskaða.

Sót er mjög fínt ryk sem inniheldur ýmiss eiturefni. Það getur myndast við slit á malbiki. Þá losa díselmótorar þ.m.t dieselbifreiðar umtalsverðu sóti út í andrúmsloftið. Þar bindast skaðleg efni eins og brennisteinsdíoxíð (SO2) og brennisteinssýra H2SO4 við sótagnirnar. Malbik inniheldur einnig svonefnd PAH-efni (Poly Aromatic Hydrocarbons) þ.e. fjölhringja arómatísk kolvetnissambönd  sem eru mjög heilsuspillandi.

Þar sem minnstu rykagnirnar geta borist niður í öndunarfærin valda þau mestum heilsuskaða. Áhrifin fara svo eftir því hve lengi og oft einstaklingur andar að sér menguðum og skaðlegum efnum úr loftinu. Almennt finna viðkvæmir hópar mest fyrir áhrifum svifryksins eins og aldraðir, börn og fólk með undirliggjandi öndunarfæra- og/eða hjartasjúkdóma en þessir hópar geta orðið fyrir miklum óþægindum sem geta leitt af sér langtímaáhrif þegar svifryksmengun er í hámarki.

Hvernig er unnt að fylgjast með svifryksmengun innandyra?

Það eru til mælar sem henta heimilum og vinnustöðum til að fylgjast með lofgæðum, raka og hita. Þeir koma að góðu gagni við að meta hvort eiturefni sé komin yfir skaðlegt mörk í nærumhverfi okkar. Vista Verkfræðistofa bíður upp á úrval af mælum, meðal annars:

  • Awair Element – Innanhúss loftgæðamælir greinir svifryk og eiturefni í lofti innandyra. Þeir mæla fyrir rokgjörn lífræn efnasambönd í lofti ásamt hita og rakastigi, þá má greina hvort hugsanlega sé myglusveppur að vaxa í húsnæðinu. Þeir ná að mæla agnir af stærð 2,5 míkrómetra eða minni (PM 2.5#5).
  • Awair Omni – Innanhúss loftgæðamælir er hannaður til að mæla og hafa eftirlit með loftgæðum hjá fyrirtækjum og stofnunum til að stuðla að heilbrigðum og öruggum loftgæðum á vinnustað. Þeir mæla rokgjörn lífræn efnasambönd í lofti ásamt hita og rakastigi, þá má greina hvort hugsanlega sé myglusveppur að vaxa í húsnæðinu. Þeir ná að mæla agnir af stærð 2,5 míkrómetra eða minni (PM 2.5#5).
  • AQMesh  – Harðgerður loftgæðamælir frá AQMesh til mælinga og eftirlits á loftgæðum utan- og innandyra. AQMesh getur mælt og haft eftirlit með allt að sex mismunandi gastegundum, svifryki/eindum, hljóði, vindhraða, vindátt og loftþrýstingi, hita -og rakastigi. Þeir ná að mæla agnir PM1#5 , PM 2.5#5, PM4#5 og PM10#5.
AQMesh

Hvað er hægt að gera til að draga úr svifryki

Stöðugar mælingar meðal annars hjá stórum umferðagötum gera okkur kleift að fylgjast með og gera ráðstafanir þegar mikið magn svifryks finnst í loftinu.

Draga má af því sem kom hér fram að ofan að með því að stuðla að minni notkun nagladekkja sé hægt að draga verulega úr svifryksmengun en aðrir áhættuþættir eru umferðaþungi og malbiksgerð. Hreinsun og rykbinding gatna dregur úr svifryki.

Á meðan svifryk finnst í lofti er því mikilvægt að ná að fylgjast með því innan-dyra og utan og hefur Vista upp á fjölmargar lausnir sem henta til mælinga á svifryki.

Loftgæði – Rokgjörn lífræn efnasambönd

 

Afhverju er góð loftræsting mikilvæg

Fólk dvelur stærstan hluta dagsins innan dyra, á heimilum, skólum heilbrigðisstofnuna og öðrum einka eða opinberum byggingum. Lofgæði í þessum byggingum getur haft gífurleg áhrif á heilsu þeirra og vellíðan. Slæm loftgæði geta valdið alvarlegum heilsufarslegum vandamálum.

Hvað er VOC og af hverju þurfum við að vita hvað það er?

VOC (Volatile organic compound) sem á íslensku eru kölluð „rokgjörn lífræn efnasasambönd „ er samheiti fyrir þúsundir lífrænna efnasamabanda sem innihalda kolefni og eru lofttegundir sem er að finna við herbergishita. Þessi rokgjörnu efni gufa auðveldlega upp og samlagast andrúmsloftinu innandyra.

Þessi lífræna efnablanda getur bæði komið frá húsgögnum, tækjum, búnaði og einnig frá hreinsiefnum, ilmefnun, málningu, lakki og bóni. Styrkur sumra þessarra efna getur hækkað í innilofti sem hefur of hátt rakastig og þ.a.l. haft áhrif á heilsu fólks sem þar dvelur.

Þau VOC efni sem okkur stendur hætta af í háum styrk í andrúmsloftinu og geta ertu augu og háls, valdið höfuðverk,asmaeinkennum, ógleði og jafnvel verið krabbameinsvaldandi eru aseton, arsenik, bensen, ethylen glycol, formaldehýð og vetnissúlfíð.

Hafa þarf þó í huga að VOC er að finna allstaðar í andrúmsloftinu og eru sum VOC náttúrulega framleitt af dýrum, plöntum og örverum og er það þá kallað (BVOC).

Plöntur framleiða um 90% allra VOC í andrúmsloftinu og gegna þar mikilvægu hlutverki í efnaferlum sem eiga sér stað í andrúmsloftinu. Um 10% af VOC í umhverfinu eru manngerð og koma meðal annars frá jarðeldsneyti, málningaþynniefni og þurrhreynsiefnum.

Awair Omni sem hefur notið mikill vinsælda á Íslandi.

Hvernig er unnt að fylgjast með mengun af VOC efnum?

Til eru mælar sem auðvelda heimilium og vinnustöðum að halda utan um loft, raka og hita mælingar sem geta komið að góðu gagni þegar kemur að því að finna út hvort VOC sé komin yfir skaðlegt mörk í okkar nærumhverfi.

Þeir mælar sem Vista verkfræðistofa bíður upp á eru meðal annars:

  • Þráðlaus hita-, raka- og loftgæða síriti –  hannaður til að fylgjast með loftgæðum innandyra
  • Þráðlausir hita-, raka- og loftþrýsting síritar –  notaðir við mælingar innanhúss
  • Þráðlausir hita- og raka síritar – notaðir til að mæla bæði hitastig og rakastig á stöðum sem krefjast stöðugs eftirlits
  • Þráðlaus koldíoxíð (CO2) síriti – mælir gasstyrki ásamt hita, raka og loftþrýsting.

Einnig eru til aðrar útfærslur á mælunum þar sem þeir eru útbúnir mæli pinnum sem ná á staði sem sjálfur síritinn kemst ekki.

Hvernig er unnt að vita af hættunni af VOC efnunum og koma í veg fyrir hana

Mikilvægt er því að hafa í huga hve skaðleg VOC getur verið og hafa skal í huga að fjarlægja vörur með VOC af heimilinu, geyma vörurnar ekki á svæðum kringum fólk heldur í geymsluskúrum eða bílskúrum. Þá er mikilvægt að auka loftræstingu innandyra þar sem að VOC efni losna við hærra hitastig og geta valdið ertingu í stöðnuðu lofti.

Engin viðurkennd mengunarmörk eru fyrir VOC eða heildarmörk rokgjarnra lífrænna efnasamband en almennt er talið að ef styrkurinn í andrúmsloftinu er undir 90ppb (parts per billion) teljist hann lágur, 90 -150 ppb ásættanlegrur, 150 -310 ppb á mörkum þess að vera slæmur og hár ef hann fer yfir um 310 ppb.

Efento loftgæðamælir sem fer ekki mikið fyrir.

Snjallborgin hjá Vista

Hugtakið Snjallborgin (e. Smart City) er ekki nýtt af nálinni og hefur verið töluvert í umræðunni á undanförnum árum.  Borgir og sveitarfélög hafa unnið með hugtakið í tengslum við stafræna umbreytingu (e. Digital Transformation). Slík vinna er hluti af þeirri stafrænu byltingu sem hófst upp úr 1980 og hefur vaxið hratt með tilkomu nýrrar og betri tækni í skynjurum og fjarskiptatækni.   Snjallborgin er byggð á mörgum mismunandi þáttum svo sem Interneti hlutanna, 5G og skýjaþjónustum, svo eitthvað sé nefnt. 

Vista Snjallboargar lausnir
Heildarlausn við eftirlit mæligagna

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna fléttast inn í Snjallborgina, en þar hafa þjóðir heimsins komið sér saman um að byggja sjálfbærar borgir, tryggja aðgang að hreinu vatn, hreinu lofti, svo nokkur atriði séu nefnd af markmiðunum 17. Allt atriði sem við tökum sem sjálfsögðum hlut. 

Lausnir Vista geta aðstoðað við að vinna að heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna

Verkfræðistofan Vista, sem framsækið fyrirtæki á sviði verkfræði og hugbúnaðargerðar, er einstaklega vel í stakk búið til að styðja við Snjallborgina. Víðtæk reynsla Vista við uppsetningu mælibúnaðar af ýmsum toga og tengja gögn úr slíkum búnaði við skýjaþjónustu er mikils virði þegar kemur að því að virkja alla þætti snjallborgarinnar.

En skoðum nú þá þætti Snjallborgarinnar sem Vista hefur sérhæft sig.

 

Orkustjórnun

  • Vista býður upp á eftirlit og stjórnun á orkunotkun.  Krafan um sjálfbærni og að lágmarka kolefnisspor gerir það að verkum að gott eftirlit er nauðsynlegt til að geta fylgst með og gripið inní ef á þarf að halda..

Sorphirða og eftirlit

  • Vista bíður upp lausnir sem henta vel við að fylgjast með nýtingu og losun á gámum. Stórt atriði þegar kemur að sjálfbærni og að lágmarka kolefnisspor með því að vera ekki að tæma hálf fulla gáma.

Stýring á heitu og köldu vatni

  • Lausnir Vista hafa verið nýttar af opinberum aðilum við að hámarka nýtingu á heitu og köldu vatni þegar kemur að stýra hita eða snjóbræðslu. Hreint vatn er okkar dýrmætasta auðlind hér á Íslandi og hana þarf að nýta skynsamlega.

Stýring á fráveitu

  • Vista hefur þjónustað sveitarfélög með stýringu og eftirlit á fráveitu í áratugi. Nauðsynlegt er að tryggja gott eftirlit til að fylgjast með bilunum og hugsanlegri mengun.

Umferðastjórnun

  • Vista býður upp á lausnir til þess að fylgjast með allri bílaumferð. Þannig er hægt að taka upplýstar ákvarðanir þegar kemur að því að eiga við umferðarþunga eða fylgjast með nýtingu á bílastæðahúsum.

Götulýsing

  • Vista býður upp á stýringar á götulýsingu Snjallborgarinnar. Með slíkri stýringu er hægt að tryggja lágmarks orkusóun.  Hægt er að stýra einstökum ljósastaurum eða setja í hópa sem hægt er að stýra útfrá mismunandi forsendum svo sem dagsetningum eða tíma dags.

Loftgæði

  • Mælibúnaður frá Vista hefur í gegnum tíðina verið notaður til þess að mæla loftgæði. Loftgæði er sá þáttur í borgarlífinu sem einn mest getur haft áhrif á heilsu og líf íbúanna. Loftgæði eru lýðheilsumál. 
Orkueftirlitskerfi frá Vista hafa skilað miklum árangri í rekstri stærri fasteigna og mannvirkja.

Heyrðu í okkur!

Við aðstoðum þig við að ná árangri.
info@vista.is