Posts

Hvað er BREEAM ?

BREEAM (British Research Establishment Environmental Assessment Method) er alþjóðlegt vottunarkerfi sem er upp runnið í Bretlandi. Það er í grunninn umhverfismatskerfi sem hefur það markmið að draga úr áhrifum mannvirkja  á umhverfið við hönnun, þróun  og byggingu þeirra en einnig að dregið sé úr neikvæðum áhrifum á líftíma mannvirkjanna.

Unnt er að nota BREEAM vottunarkerfið á allar  tegundir bygginga, þ.m.t. nýbyggingar, endurgerðar byggingar og byggingar í rekstri. Með vottunarkerfinu er fjórir megin þættir sem taka þarf tillit til, sjálfbærni, samfélag, efnahagur og umhverfi.

Hvernig virkar BREEAM ?

BREEAM er notað um allan heim og er grunnurinn að BREEAM International. Nokkur lönd hafa reyndar gengið skrefi lengra og aðlagað staðalinn að þarlendum aðstæðum og bera þá mismunandi vottun t.d. í Noregi er notast við BREEAM-NOR.

BREEAM International fylgir kröfuramma fyrir flestar tegundir bygginga hvort sem þær eru íbúðarhús, stofnanir eða fyrirtæki. Nái húsnæði ekki að falla að öllum flokkum vottunarinnar er hægt að gera sniðin kröfuramma um viðkomandi byggingu sem nefnist þá BREEAM International Bespoke kerfi.

Vottunarferlið felur í sér að fá óháðan matsmann með réttindi fyrir BREEAM vottunarferli til þess að gera úttekt á mannvirkinu á  hönnunarstigi og leggur hann þá mat á hönnun og notkun bygginga út frá matskerfinu. Einnig þarf matsmaður að gera lokaúttekt í fullbúinni byggingu. Að því loknu leggur matsmaður fram endanlega matsskýrslu til BREW Global Lt.d sem gefur út vottunarskjal. Á íslandi vinna viðurkenndir matsmenn fyrir BREEAM vottunarkerfið og veita ráðgjöf við vistvottun fyrir byggingar.

BREEAM kerfinu er skipt upp í 10 umhverfisáhrifaflokka. Hver flokkur hefur mismikið vægi og eru gefin ákveðin stig fyrir hvern flokk en stigin eru mismörg eftir vægi flokksins og einnig fara stigin eftir byggingartegund hverju sinni. Til þess að  bygging standist vottun þarf hún að ná að minnsta kosti 30% stigum af byggingareinkunnkerfisins.

Þeir tíu umhverfisáhrifaflokkar í vottunkarkerfi BREEAM eru talir hér upp út frá vægi þeirra:

  • orka,
  • heilsa og vellíðan,
  • byggingarefni,
  • umhverfisstjórnun,
  • landnotkun og vistfræði,
  • mengun,
  • nýsköpun,
  • samgöngur
  • úrgangur
  • vatn

Matsferlið gefur færi á að draga úr rekstrarkostnaði eigna. Það  hjálpar einnig til að  uppfylla staðla og umhverfislöggjöf ásamt því að  gefa  betri yfirsýn, hámarka árangur í umhverfismálum, efla innri úttektir, rýniferli, gildi og söluhæfni eignar.

Af hverju er þetta mikilvæg vottun?

Það er að sjálfsögðu hægt að byggja mannvirki án þess að styðjast við ákveðin vottuð kerfi með það háleita markmið í huga að ferlið við það sé vistvænt. Hins vegar er hvorki hægt að tryggja né ganga úr skugga um að rétt sé staðið að málum og  vistvænasta leiðin farin í öllu ferlinu. Án vottunar er ekki hægt að fullyrða að um umhverfisvæna byggingarferli sé um að ræða og hægt að efast um ferlið.

BREEAM fylgir viðurkenndu vottunarkerfi svo stuðst sé við kröfuramma við allt það ferli sem fylgir því að byggja mannvirki sem heildarlausn. Frá þeim fjölmörgu þáttum sem felur í sér það ferli að byggja eins og hönnun, verktíma, rekstrartíma og orkunotkun á sem vistvænasta máta. Markmið vottunarkerfisins felur því í sér að tryggja að byggingar verði umhverfisvænni, dragi úr neikvæðum umhverfisáhrifum, byggingar verði hagkvæmari í rekstri, að ferlið bæti líftíma bygginga og stuðlar að umhverfisvænni hönnun svo að notendur búi og starfi í heilsusamlegu umhverfi.

Að viðhalda ákveðnum vistvænum markmiðum

Til að viðhalda þeim markmiðum sem sett eru fram í umhverfisáhrifaflokki í vottunkarkerfi BREEAM þá býður Vista upp á bæði ráðgjöf og búnað. Hvort sem það er í flokki orkueftirlits, heilsu og vellíðan, úrgang og vatn.

Í flokki orkueftirlits er boðið upp á búnað til orkumælingar og hitaeftirlits.

Í flokki úrgangs og vatns er boði upp á mengunarmæla og rennslismæla.

Í flokki heilsu og vellíðan eru meðal annars þessir loftgæðamælar:

AQMesh  – Harðgerður loftgæðamælir frá AQMesh til mælinga og eftirlits á loftgæðum utan- og innandyra. AQMesh getur mælt og haft eftirlit með allt að sex mismunandi gastegundum, svifryki/eindum, hljóði, vindhraða, vindátt og loftþrýstingi, hita -og rakastigi. Þeir ná að mæla agnir PM1#5 , PM 2.5#5, PM4#5 og PM10#5.

AQMesh 

Awair Omni –  Innanhúss loftgæðamælir er hannaður til að mæla og hafa eftirlit með loftgæðum hjá fyrirtækjum og stofnunum til að stuðla að heilbrigðum og öruggum loftgæðum á vinnustað. Þeir mæla rokgjörn lífræn efnasambönd í lofti ásamt hita og rakastigi, þá má greina hvort hugsanlega sé myglusveppur að vaxa í húsnæðinu. Þeir ná að mæla agnir af stærð 2,5 míkrómetra eða minni (PM 2.5#5).

Ýtarefni fyrir BREEAM

BREEAM | BRE Group

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Grænni byggð

Hljóðmælingar

Hvað er hávaði

Hávaði er hugtak þar sem átt er við óæskileg eða hávært hljóð sem hefur truflandi áhrif á fólk. Hávaði er mældur í desibelum (dB). Misjafnt er hvaða áhrif hávaði hefur á fólk þar sem styrkur, tímalengd og tíðni hljóðs  getur verið ólíkur eftir aðstæðum. Langvarandi hávaði getur haft líkamleg og andleg áhrif og meðal annars valdið þreytu, streitu, minni einbeitningu o.fl. Mikilvægt er því að hávaði á vinnustöðum skuli vera viðunandi og ekki hærri en svo að fólk geti starfað við eðlileg skilyrði. Sé hávaði viðvarandi á vinnustöðum er mikilvægt að draga úr honum áður en hann fer yfir ákveðin mörk bæði til að verja heyrn og öryggi starfsmanna.

Afhverju eru hljóðmælingar mikilvægar

Daglega er hávaði alls staðar í umhverfi okkar og geta uppsprettur hans verið margvíslegar, bæði í vinnuumhverfinu, tómstundum og á heimilum. Hávaði getur leitt til varanlegs heyrnatjóns og valdið aðstæðum þar sem slys verða. Í aðstæðum þar sem margt fólk safnast saman getur hávaðinn verið verri ef rýmið er með lélega hljóðvist. Hávaði truflar alla starfsemi og hefur áhrif á einbeitningu starfsmanna og gerir vinnuaðstæður erfiðari

Í reglugerð Nr. 921/2006 um varnir gegn álagi vegna hávaða á vinnustöðum er að finna neðri og efri viðbragðsmörk og viðmiðunarmörk fyrir hávaða.

  • Neðri viðbragðsmörk eru 80 dB(A) – heyrnahlífar skulu vera til staðar ef hávaðinn nær þessu marki.
  • Efri viðbragðsmörk eru 85 dB(A) – Þegar þessum mörkum er náð er skylda að nota heyrnahlífar
  • Viðmiðunarmörk eru 87 dB(A) – Í engum tilvikum má hávaði sem starfsmenn búa við fara yfir þessi mörk að jafnaði á átta stunda vinnudegi

Hvað er hægt að gera

Það sem öll þessi hávaða mörk eiga sameiginlegt er hversu mikilvægt er að vernda heyrn okkar. Með mælingu á hávaða er hægt að draga úr afleiðingum hans á heyrn fólks en til þess þarf að vera til staðar mælar sem gefa til kynna þegar sú þörf er til staðar. Til þess að koma í veg fyrir hávaða þarf að finna upptök hans og mæla hann. Hægt er að mæla hljóð á mismunandi vegu hvort sem það eru t.d. staðbundnar mælingar, tíðnigreiningar o.fl.

Ástæðan fyrir því að hljóð eru mæld á mismunandi vegu eru að það dugar ekki alltaf sama lausn við lágtíni- og hátíðnihávaða.

Vista Verkfræðistofa býður upp á ráðgjöf er varðar  hávaða, sinnir almennri ráðgjöf, mælingum sem og endurbótum. Með ráðgjöf frá okkur getum við hjálpað við að finna lausnir til þess að draga úr hávaða eins og kostur er og stuðla að því að þær ráðstafanir sem gerðar eru til að draga úr hávaða komi að notum.

Hljodmaelingar-NSRT-MK3
Fáðu ráðgjöf hjá okkur og við finnum lausn sem hentar þér vista@vista.is