Posts

Hjólreiðatalningar

HJÓLREIÐAR OG AÐRIR VISTVÆNIR FERÐAMÁTAR

Á undanförnum árum hafa sífellt fleiri kosið að ferðast um á vistvænan máta á Íslandi. Fólk vill fara um gangandi, hjólandi eða með almenningssamgöngum. Þetta eru vistvænir ferðamátar sem hafa góð áhrif á umhverfið, lífsgæði og lýðheilsu. Þá hafa verið sett fram átök hjá borgaryfirvöldum til þess að koma til móts við þær áskoranir sem felast  í að bæta vistvænan ferðamáta til dæmis með uppbyggingu hjólastíga, vetrar viðhalds sem gerir fólki kleift að ferðast um allt árið sem og stuðlar að betri borg. Þessir þættir eiga að stuðla að því að loftgæði verði betri og bílaumferð minni.
Aðrar áskoranir eru á sama tíma að íbúum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað sem hefur falið í sér meiri umferð, tafir í bílaumferð og verri loftgæði. Með því að leggja áherslur á vistvænan ferðamáta er stuðlað að því að draga úr einkabílum og breyta ferðavenjum fólks. Til þess að koma til móts við vistvænar ferðavenjur þurfa aðstæður að vera hvetjandi fyrir borgarbúa. Það er hægt með lagningu aðskildar göngu og hjólastíga, bætir aðstæður hjólandi og eykur öryggi vegfarenda.

Framtíð hjólandi og gangandi umferðar á Höfuðborgarsvæðinu

Til eru áætlanir og markmið sem sett hafa verið fram varðandi aðgengi gangandi og hjólandi. Þær áætlanir sem eru í gangi eru Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040, Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2021–2025 og Sáttmáli um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu 2020 til 2034  og fela þessar áætlanir í sér að gera Höfuðborgarsvæðið að betri borg með góðum vistvænum ferðamátum.

Í svæðiskipulagi höfuðborgarsvæðisins kemur meðal annars fram að göngu- og hjólaleiðir eigi að tengja höfuðborgarsvæðið saman og á sama tíma mynda heildstætt kerfi göngu- og hjólastíga sem tengja Garðabæjar, Hafnarfjarðarkaupstaðar, Kjósarhrepps, Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar saman.

Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur er leiðar­vísir í eflingu hjól­reiða og uppbyggingu hjól­reiða­innviða. Með þessari áætlun vill Reykjavíkurborg auka fræðslu og þekkingu á hjólum og fjölga þeim sem hjóla til og frá vinnu. Þá á bæta þjónustu fyrir vetrarþjónustu á stígum og hvetja til hjólreiða óháð aldri, getu og efnahag.

Markmið sáttmála um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu eru að auka öryggi, bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta og minnka tafir, stórefla almenningssamgöngur og draga úr mengun af völdum svifryks og losun gróðurhúsalofttegunda til að standa við loftslagsmarkmið stjórnvalda og sveitarfélaga.

Með þessum áætlunum hafa verið sett fram hnitmiðuð og marktæk markmið og sé þeim fylgt ætti höfuðborgarsvæðið að verða fyrirtaks borg með góðum leiðum til vistvænna ferðamáta árið 2040. Til þess að þeim markmiðum sem sett hafa verið fram þarf einnig að fylgjast með og mæla þá sem ferðast á vistvænan máta meðal annars með hjólatalningu.

Af hverju  er mikilvæg að telja gangandi og hjólandi umferð?

Mæling gangandi umferðar er mikilvæg fyrir skipulag og stjórnun borga, svæða og náttúrusvæða.
Svo hægt sé að fylgjast markvist með þróun hjólreiðaumferðar eru sjálfvirkar talningar góð lausn til þess að safna gögnum yfir lengri tíma, en með því er hægt að fylgjast með breytingum á umferðarmagni milli mánaða og ára. Með því að hafa sjálfvirka teljara á helstu hjólaleiðum er hægt að fylgjast með og  fá heildarmynd um þróun hjólreiða og hvort um aukningu sé að ræða á milli ára.

Hjólreiðatalningar og talningaleiðir

Áður en sjálfvirkir hjólateljarar urðu aðgengilegir var stuðst við handtalningu. Að telja handvirkt hefur bæði kosti og galla, hægt er að telja aksturstefnur, gerð hjóla og aldur, hjálmanotkun o.fl. Helstu ókostir eru hve tímafrekt og kostnaðarsamt það er. Þar sem það þyrfti að telja nokkra daga í röð á mismunandi tímum, bæði um virka daga og helgar, til þess að fá marktækar niðurstöður.
Sjálfvirkir teljarar hafa einnig kosti og galla, erfiðara er að telja hjálmnotkun vegfarenda. Kostur er að talið er í hvaða veðri sem er, stefna hins hjólandi er talin og auðveldara að safna gögnum yfir lengri tíma.
Sjálfvirkir hjólateljarar er hægt að nýta til að telja allt árið, telja fyrir ákveðin tímabil yfir árið eða talning til styttri tíma.

Hvaða lausnir eru í boði

Þeir teljarar sem Mælibúnaður býður upp á eru frá Eco -counter og hafa verið notaðar til þess að telja hjólandi og gangandi umferð í borgum um allan heim. Þeir eru meðal annars:

Eco-DISPLAY Classic+ er sýnilegur rauntímatalningarskjár fyrir reiðhjól, gangandi vegfarendur og hlaupahjól. 

Urban MULTI telur og gerir greinarmun á gangandi og hjólandi vegfarendum og mælir akstursstefnu þeirra. Þetta kerfi er venjulega sett upp varanlega og er fullkomið til að fá þróun gangandi og hjólreiðamanna með tímanum. Urban MULTI er  til að telja stóra hópa gangandi og hjólandi vegfarenda með mikilli nákvæmni sem gerir hann tilvalinn fyrir fjöl farna stíga.

Permanent ZELT er varanlegur hjólateljari sem fræst er í malbik. Hjólateljari sem hannaður er fyrir hjólreiðar í blönduðum umferðaraðstæðum.

Easy– ZELT  hentar vel þegar það þarf að telja hjólandi umferð tímabundið (í einn til sex mánuði). Kerfið notar einnota límlykkjur sem notast við segulsvið, sem skynjar þegar málmur fer yfir þær með vægum straumi sem framkallar talningu. Því er hægt að finna út hvaða farartæki fer yfir lykkjurnar út frá breytingum á straumnum. Lykkjurnar eru einfaldar til uppsetningar.

TUBE teljarar eru notaðir við tímabundna hjólatalningu. Tvær gúmmíslöngur eru settar á yfirborðið á þeim stað sem telja á. Þegar hjólað er yfir slöngurnar myndast loftþrýsingur sem ákvarðar gerð farartækis t.d. hjól eða bíll.

Myndir eru af ecocounter