Snjallborgin hjá Vista
Hugtakið Snjallborgin (e. Smart City) er ekki nýtt af nálinni og hefur verið töluvert í umræðunni á undanförnum árum. Borgir og sveitarfélög hafa unnið með hugtakið í tengslum við stafræna umbreytingu (e. Digital Transformation). Slík vinna er hluti af þeirri stafrænu byltingu sem hófst upp úr 1980 og hefur vaxið hratt með tilkomu nýrrar og betri tækni í skynjurum og fjarskiptatækni. Snjallborgin er byggð á mörgum mismunandi þáttum svo sem Interneti hlutanna, 5G og skýjaþjónustum, svo eitthvað sé nefnt.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna fléttast inn í Snjallborgina, en þar hafa þjóðir heimsins komið sér saman um að byggja sjálfbærar borgir, tryggja aðgang að hreinu vatn, hreinu lofti, svo nokkur atriði séu nefnd af markmiðunum 17. Allt atriði sem við tökum sem sjálfsögðum hlut.

Verkfræðistofan Vista, sem framsækið fyrirtæki á sviði verkfræði og hugbúnaðargerðar, er einstaklega vel í stakk búið til að styðja við Snjallborgina. Víðtæk reynsla Vista við uppsetningu mælibúnaðar af ýmsum toga og tengja gögn úr slíkum búnaði við skýjaþjónustu er mikils virði þegar kemur að því að virkja alla þætti snjallborgarinnar.
En skoðum nú þá þætti Snjallborgarinnar sem Vista hefur sérhæft sig.
Orkustjórnun
- Vista býður upp á eftirlit og stjórnun á orkunotkun. Krafan um sjálfbærni og að lágmarka kolefnisspor gerir það að verkum að gott eftirlit er nauðsynlegt til að geta fylgst með og gripið inní ef á þarf að halda..
Sorphirða og eftirlit
- Vista bíður upp lausnir sem henta vel við að fylgjast með nýtingu og losun á gámum. Stórt atriði þegar kemur að sjálfbærni og að lágmarka kolefnisspor með því að vera ekki að tæma hálf fulla gáma.
Stýring á heitu og köldu vatni
- Lausnir Vista hafa verið nýttar af opinberum aðilum við að hámarka nýtingu á heitu og köldu vatni þegar kemur að stýra hita eða snjóbræðslu. Hreint vatn er okkar dýrmætasta auðlind hér á Íslandi og hana þarf að nýta skynsamlega.
Stýring á fráveitu
- Vista hefur þjónustað sveitarfélög með stýringu og eftirlit á fráveitu í áratugi. Nauðsynlegt er að tryggja gott eftirlit til að fylgjast með bilunum og hugsanlegri mengun.
Umferðastjórnun
- Vista býður upp á lausnir til þess að fylgjast með allri bílaumferð. Þannig er hægt að taka upplýstar ákvarðanir þegar kemur að því að eiga við umferðarþunga eða fylgjast með nýtingu á bílastæðahúsum.
Götulýsing
- Vista býður upp á stýringar á götulýsingu Snjallborgarinnar. Með slíkri stýringu er hægt að tryggja lágmarks orkusóun. Hægt er að stýra einstökum ljósastaurum eða setja í hópa sem hægt er að stýra útfrá mismunandi forsendum svo sem dagsetningum eða tíma dags.
Loftgæði
- Mælibúnaður frá Vista hefur í gegnum tíðina verið notaður til þess að mæla loftgæði. Loftgæði er sá þáttur í borgarlífinu sem einn mest getur haft áhrif á heilsu og líf íbúanna. Loftgæði eru lýðheilsumál.

Heyrðu í okkur!
Við aðstoðum þig við að ná árangri.
info@vista.is