Posts

Nýr samningur um loftgæðaeftirlit Vista og ON

Vista
Vista starfsmenn að sinna eftirliti með loftgæðamæli H2S

Verkfræðistofan Vista, í samstarfi við Orku Náttúru, hafa gert með sér samning um eftirlit á loftgæðastöðvum sem eru í eigu Orku Náttúru.

Vista tekur að sér rekstur loftgæðamælistöðva við Hellisheiðarvirkjun, Nesjavallavirkjun, Hveragerði, Norðlingaholt,Lækjarbotna og Lambhaga í Úlfarsárdal. Einnig tilheyrir verkefninu sjálfstæð veðurstöð á Bolavöllum staðsett vestan við Hellisheiðarvirkjun sem og móttaka og birting veðurmælinga og umsjá tveggja veðurstöðva í eigu Vegagerðarinnar á Sandskeiði og á Hellisheiði miðri.

Öllum gögnum er safnað saman í skýjalausn Vista , Vista Data Vision og eru þar aðgengileg. Starfsmenn Vista tryggja öruggar mælingar með reglubundnu viðhaldi og kvörðun mælibúnaðar.

Starfsmenn Vista þakka það traust sem þeim er sýnt með að fá svona veigamikið verkefni sem krefst mikillar nákvæmni og vandvirkni.

Vista hefur áratuga reynslu af því sinna viðhaldi og fyrirbyggjandi þjónustu þegar kemur að loftgæðamælum. Heyrðu í okkur vista@vista.is

Hjólreiðatalningar

HJÓLREIÐAR OG AÐRIR VISTVÆNIR FERÐAMÁTAR

Á undanförnum árum hafa sífellt fleiri kosið að ferðast um á vistvænan máta á Íslandi. Fólk vill fara um gangandi, hjólandi eða með almenningssamgöngum. Þetta eru vistvænir ferðamátar sem hafa góð áhrif á umhverfið, lífsgæði og lýðheilsu. Þá hafa verið sett fram átök hjá borgaryfirvöldum til þess að koma til móts við þær áskoranir sem felast  í að bæta vistvænan ferðamáta til dæmis með uppbyggingu hjólastíga, vetrar viðhalds sem gerir fólki kleift að ferðast um allt árið sem og stuðlar að betri borg. Þessir þættir eiga að stuðla að því að loftgæði verði betri og bílaumferð minni.
Aðrar áskoranir eru á sama tíma að íbúum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað sem hefur falið í sér meiri umferð, tafir í bílaumferð og verri loftgæði. Með því að leggja áherslur á vistvænan ferðamáta er stuðlað að því að draga úr einkabílum og breyta ferðavenjum fólks. Til þess að koma til móts við vistvænar ferðavenjur þurfa aðstæður að vera hvetjandi fyrir borgarbúa. Það er hægt með lagningu aðskildar göngu og hjólastíga, bætir aðstæður hjólandi og eykur öryggi vegfarenda.

Framtíð hjólandi og gangandi umferðar á Höfuðborgarsvæðinu

Til eru áætlanir og markmið sem sett hafa verið fram varðandi aðgengi gangandi og hjólandi. Þær áætlanir sem eru í gangi eru Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040, Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2021–2025 og Sáttmáli um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu 2020 til 2034  og fela þessar áætlanir í sér að gera Höfuðborgarsvæðið að betri borg með góðum vistvænum ferðamátum.

Í svæðiskipulagi höfuðborgarsvæðisins kemur meðal annars fram að göngu- og hjólaleiðir eigi að tengja höfuðborgarsvæðið saman og á sama tíma mynda heildstætt kerfi göngu- og hjólastíga sem tengja Garðabæjar, Hafnarfjarðarkaupstaðar, Kjósarhrepps, Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar saman.

Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur er leiðar­vísir í eflingu hjól­reiða og uppbyggingu hjól­reiða­innviða. Með þessari áætlun vill Reykjavíkurborg auka fræðslu og þekkingu á hjólum og fjölga þeim sem hjóla til og frá vinnu. Þá á bæta þjónustu fyrir vetrarþjónustu á stígum og hvetja til hjólreiða óháð aldri, getu og efnahag.

Markmið sáttmála um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu eru að auka öryggi, bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta og minnka tafir, stórefla almenningssamgöngur og draga úr mengun af völdum svifryks og losun gróðurhúsalofttegunda til að standa við loftslagsmarkmið stjórnvalda og sveitarfélaga.

Með þessum áætlunum hafa verið sett fram hnitmiðuð og marktæk markmið og sé þeim fylgt ætti höfuðborgarsvæðið að verða fyrirtaks borg með góðum leiðum til vistvænna ferðamáta árið 2040. Til þess að þeim markmiðum sem sett hafa verið fram þarf einnig að fylgjast með og mæla þá sem ferðast á vistvænan máta meðal annars með hjólatalningu.

Af hverju  er mikilvæg að telja gangandi og hjólandi umferð?

Mæling gangandi umferðar er mikilvæg fyrir skipulag og stjórnun borga, svæða og náttúrusvæða.
Svo hægt sé að fylgjast markvist með þróun hjólreiðaumferðar eru sjálfvirkar talningar góð lausn til þess að safna gögnum yfir lengri tíma, en með því er hægt að fylgjast með breytingum á umferðarmagni milli mánaða og ára. Með því að hafa sjálfvirka teljara á helstu hjólaleiðum er hægt að fylgjast með og  fá heildarmynd um þróun hjólreiða og hvort um aukningu sé að ræða á milli ára.

Hjólreiðatalningar og talningaleiðir

Áður en sjálfvirkir hjólateljarar urðu aðgengilegir var stuðst við handtalningu. Að telja handvirkt hefur bæði kosti og galla, hægt er að telja aksturstefnur, gerð hjóla og aldur, hjálmanotkun o.fl. Helstu ókostir eru hve tímafrekt og kostnaðarsamt það er. Þar sem það þyrfti að telja nokkra daga í röð á mismunandi tímum, bæði um virka daga og helgar, til þess að fá marktækar niðurstöður.
Sjálfvirkir teljarar hafa einnig kosti og galla, erfiðara er að telja hjálmnotkun vegfarenda. Kostur er að talið er í hvaða veðri sem er, stefna hins hjólandi er talin og auðveldara að safna gögnum yfir lengri tíma.
Sjálfvirkir hjólateljarar er hægt að nýta til að telja allt árið, telja fyrir ákveðin tímabil yfir árið eða talning til styttri tíma.

Hvaða lausnir eru í boði

Þeir teljarar sem Mælibúnaður býður upp á eru frá Eco -counter og hafa verið notaðar til þess að telja hjólandi og gangandi umferð í borgum um allan heim. Þeir eru meðal annars:

Eco-DISPLAY Classic+ er sýnilegur rauntímatalningarskjár fyrir reiðhjól, gangandi vegfarendur og hlaupahjól. 

Urban MULTI telur og gerir greinarmun á gangandi og hjólandi vegfarendum og mælir akstursstefnu þeirra. Þetta kerfi er venjulega sett upp varanlega og er fullkomið til að fá þróun gangandi og hjólreiðamanna með tímanum. Urban MULTI er  til að telja stóra hópa gangandi og hjólandi vegfarenda með mikilli nákvæmni sem gerir hann tilvalinn fyrir fjöl farna stíga.

Permanent ZELT er varanlegur hjólateljari sem fræst er í malbik. Hjólateljari sem hannaður er fyrir hjólreiðar í blönduðum umferðaraðstæðum.

Easy– ZELT  hentar vel þegar það þarf að telja hjólandi umferð tímabundið (í einn til sex mánuði). Kerfið notar einnota límlykkjur sem notast við segulsvið, sem skynjar þegar málmur fer yfir þær með vægum straumi sem framkallar talningu. Því er hægt að finna út hvaða farartæki fer yfir lykkjurnar út frá breytingum á straumnum. Lykkjurnar eru einfaldar til uppsetningar.

TUBE teljarar eru notaðir við tímabundna hjólatalningu. Tvær gúmmíslöngur eru settar á yfirborðið á þeim stað sem telja á. Þegar hjólað er yfir slöngurnar myndast loftþrýsingur sem ákvarðar gerð farartækis t.d. hjól eða bíll.

Myndir eru af ecocounter

Svifryk

Hvað er í andrúmsloftinu sem við öndum að okkur ?

Andrúmsloftið samanstendur af blöndu af gastegundum. Í þurru lofti við meðalhita er nitur 78% þess og súrefni 21%. Afgangurinn eða 1% samanstendur af nokkrum gastegundum í litlu magni sem þó eru mikilvægar jörðinni. Auk þess eru í andrúmsloftinu ógrynni ýmis konar agna bæði í vökva- og í föstu formi. Stærð agnanna sem eru í andrúmsloftinu er mjög breytileg. Yfirleitt eru agnir á bilinu 10-15 µm (µm = míkrómetrar, 1 µm = 0,001 mm) í þvermál taldar til fallryks enda falla agnir af þessari stærð og stærri til jarðar nálægt mengunaruppsprettum

Hvað er svifryk ?

Agnir undir 10 µm teljast til svifryks  (PM: Particulate Matter) enda geta þær borist um lengri veg fyrir áhrif vinda. Stærri agnir falla til jarðar nálægt mengunaruppsprettum en þær minni geta borist lengra með lofti og inn á íverustaði fólks. Svifryki er skipt í gróft svifryk, sem er á bilinu 2,5 – 10 µm, og fínt svifryk sem er  undir 2,5 µm. Stundum er einnig talað um mjög fínt svifryk sem er undir 1 µm. Fínar svifryksagnir eru flestar af mannavöldum eins og frá bruna eldsneytis, sót, steinryk, málmryk, súlfat, kalk, salt, slit á malbiki og fleira. Grófari svifrykagnir eru flestar frá náttúrunni eins og frjókorn, eldgosi,  sjávarúða ,sandi og silt.

Umhverfisáhrif eins og veðurskilyrði geta skapað mismunandi aðstæður fyrir myndun svifryks, dreifingu þess og þar með þau áhrif sem svifryk getur haft á umhverfið. Þar má nefna:

  • Nagladekk valda sliti á malbiki og því mælist meira svifryk á veturna en á öðrum árstímum.
  • Stillt og þurrt loft á veturna getur valdið því að ekki verði mikil hreyfing á loftinu sem hefur í för með sér að mengun getur safnast upp.
  • Veruleg mengun getur fylgt mikilli umferð og þá helst við stórar umferðargötur og nálægð við iðnað.
  • Mikið rok veldur oft að jarðvegur fýkur sem orsakar svifryk.
  • Mikið blautviðri getur dregið úr svifryksmyndun þar sem ögnunum rignir niður.

Í reglugerð nr. 920/2016 kemur fram að markmið hennar sé að halda loftmengun af völdum brennisteinsdíoxíð, köfnunarefnisdíoxíð og köfnunarefnisoxíð, bensen, kolsýring, svifryk og blý í andrúmsloftinu utandyra í lámarki. Ákveðin viðmiðunarmörk hafa því verið sett fram til að fylgjast með styrk mengunarefna í andrúmsloftinu og eru þau misjöfn eftir tegundum. Efri mörkin eru 50 µg/m3 miðuð við meðaltalssólarhringsstyrk.  Þessi mörk eru sett fram til þess að hægt sé að grípa til viðeigandi ráðstafna varðandi heilsuverndarmörk sem eiga að tryggja heilsu manna til lengri tíma.

Hvaða áhrif hefur svifryk á heilsu og líðan fólks?

Svifryk hefur verið tengt við margvíslega þætti er varða heilsu og líðan. Þrátt fyrir að svifryk innihaldi ekki alltaf eitruð efni, geta smáar agnir sem fólk andar að sér  haft skaðleg áhrif á heilsu fólks. Svifryk hefur verið tengt við lungna-, hjarta- og æðasjúkdóma og krabbamein. Því smærra sem svifrykið er því lengra komast agnirnar niður í lungun og geta valdið meiri heilsuskaða.

Sót er mjög fínt ryk sem inniheldur ýmiss eiturefni. Það getur myndast við slit á malbiki. Þá losa díselmótorar þ.m.t dieselbifreiðar umtalsverðu sóti út í andrúmsloftið. Þar bindast skaðleg efni eins og brennisteinsdíoxíð (SO2) og brennisteinssýra H2SO4 við sótagnirnar. Malbik inniheldur einnig svonefnd PAH-efni (Poly Aromatic Hydrocarbons) þ.e. fjölhringja arómatísk kolvetnissambönd  sem eru mjög heilsuspillandi.

Þar sem minnstu rykagnirnar geta borist niður í öndunarfærin valda þau mestum heilsuskaða. Áhrifin fara svo eftir því hve lengi og oft einstaklingur andar að sér menguðum og skaðlegum efnum úr loftinu. Almennt finna viðkvæmir hópar mest fyrir áhrifum svifryksins eins og aldraðir, börn og fólk með undirliggjandi öndunarfæra- og/eða hjartasjúkdóma en þessir hópar geta orðið fyrir miklum óþægindum sem geta leitt af sér langtímaáhrif þegar svifryksmengun er í hámarki.

Hvernig er unnt að fylgjast með svifryksmengun innandyra?

Það eru til mælar sem henta heimilum og vinnustöðum til að fylgjast með lofgæðum, raka og hita. Þeir koma að góðu gagni við að meta hvort eiturefni sé komin yfir skaðlegt mörk í nærumhverfi okkar. Vista Verkfræðistofa bíður upp á úrval af mælum, meðal annars:

  • Awair Element – Innanhúss loftgæðamælir greinir svifryk og eiturefni í lofti innandyra. Þeir mæla fyrir rokgjörn lífræn efnasambönd í lofti ásamt hita og rakastigi, þá má greina hvort hugsanlega sé myglusveppur að vaxa í húsnæðinu. Þeir ná að mæla agnir af stærð 2,5 míkrómetra eða minni (PM 2.5#5).
  • Awair Omni – Innanhúss loftgæðamælir er hannaður til að mæla og hafa eftirlit með loftgæðum hjá fyrirtækjum og stofnunum til að stuðla að heilbrigðum og öruggum loftgæðum á vinnustað. Þeir mæla rokgjörn lífræn efnasambönd í lofti ásamt hita og rakastigi, þá má greina hvort hugsanlega sé myglusveppur að vaxa í húsnæðinu. Þeir ná að mæla agnir af stærð 2,5 míkrómetra eða minni (PM 2.5#5).
  • AQMesh  – Harðgerður loftgæðamælir frá AQMesh til mælinga og eftirlits á loftgæðum utan- og innandyra. AQMesh getur mælt og haft eftirlit með allt að sex mismunandi gastegundum, svifryki/eindum, hljóði, vindhraða, vindátt og loftþrýstingi, hita -og rakastigi. Þeir ná að mæla agnir PM1#5 , PM 2.5#5, PM4#5 og PM10#5.
AQMesh

Hvað er hægt að gera til að draga úr svifryki

Stöðugar mælingar meðal annars hjá stórum umferðagötum gera okkur kleift að fylgjast með og gera ráðstafanir þegar mikið magn svifryks finnst í loftinu.

Draga má af því sem kom hér fram að ofan að með því að stuðla að minni notkun nagladekkja sé hægt að draga verulega úr svifryksmengun en aðrir áhættuþættir eru umferðaþungi og malbiksgerð. Hreinsun og rykbinding gatna dregur úr svifryki.

Á meðan svifryk finnst í lofti er því mikilvægt að ná að fylgjast með því innan-dyra og utan og hefur Vista upp á fjölmargar lausnir sem henta til mælinga á svifryki.

Vista sumar 2022

Sumarið byrjaði á Akureyri þar sem Samorkuþing 2022 var haldið við frábærar aðstæður og auðvita var gott veður.
Sumarið hjá Vista byrjaði á Akureyri þar sem Samorkuþing 2022 var haldið við frábærar aðstæður og auðvita var gott veður.

Fjölbreytt verkefni sumarið 2022

Sumarið hjá Vista er mjög annasamur tími þar sem sinnt er fjölmörgum viðhaldsverkum sem erfitt getur reynst að gera yfir veturinn. Vista bætti við sitt þjónustuframboð með því að hefja sölu á vörum frá ECO-Counter og TOPCON. Bæði ECO-Counter og TOPCON eru nú þegar í notkun um land allt.

ECO-Counter

Vista-og-Eco-counter
Smart City

ECO-Counter

Franska fyrirtæki Eco-counter frá Brittany, hefur náð miklu árangri af því að selja lausnir sem eru notaðar til að telja vegfarendur hvort sem þeir eru gangandi, hjólandi eða ríðandi. Nú þegar eru yfir 100 teljara í notkun út um allt land af opinberum- og einkaðilum, má þar nefna, Reykjavíkurborg og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, Ferðamálastofa, Umhverfisstofnun, World Class, Sundlaugar Reykjavíkur svo einhverjir séu nefndir. Eru teljara frá Eco-Counter notaðir til að telja ferðmenn sem hafa sótt eldana við Fagradalsfjall heim á liðnum árum. Með hraðri fjölgun hjólreiðafólks og áherslum á vistvænni ferðamáta er talning á vegfarendum sífelt mikilvægari til að sjá raunstöðu og líka til að spá fyrir hugsanlega flöskuhálsa á göngu- og hjólreiðastígum. ECO-counter kerfið er heildarlausn, búnaður (Nemar og staurar) og öflugur hugbúnaður sem nýtist fyrir alla þá aðila sem þurfa að fylgjast með umferð vegfarenda. Er Eco-counter hluti af snjallboararlausnum (e.Smart City) Vista.

Topcon/Topnet

Topnet staðsetningarbúnaður tryggir nákvæmni í uppsetningum fyrir jarðvegs- og byggingariðnað.

TOPCON/TOPNET

Búnaðurinn frá TOPNET er íslendingum góðum kunnugur. Vista hefur nú hafið sölu á búnaði frá TOPCON og landmælingarhugbúnaði (GPS/GNSS) frá TOPNET. TOPCON er eitt þekktasta merki heims þegar kemur að nákvæmi í mælingum fyrir landmælingar og allar framkvæmdir fyrir jarðvegs- og byggingariðnað. Hægt er að skoða vöruúrvalið á heimasíðu Mælibúnaðar (systurfélags Vista).

Eftirlit með mikilvægum innviðum

Starfsmenn Vista á mælistað að sinna innviðaeftirliti.

Innviðaeftirlit Vista er stór þáttur í þjónustu Vista. Vista sinnir eftirliti með loftgæðastöðvum, vatns- og fráveitum, orkunotkun, svo eitthvað sé nefnt. Sérfræðingar og tæknimenn Vista sinna eftirlitit og viðhalda á mælistað og skila af sér skýrslum sem tryggja öruggarmælingar sem uppfylla lög og reglugerðir.

Narrowband IoT

Heiðar Karlsson framkvæmdastjóri Vista , fjallar um Narrowband IoT og notkun fyrir veitufyrirtæki á Samorku 2022.

Myndir frá starfsemi Vista sumarið 2022

Samorkuþing 2022

Samorkuþing verður haldið á Akureyri dagana 09.maí til 10.maí. Vista verður á staðnum með bás í Hofi að kynna þjónustur og vörur. Vista hefur mikla reynslu af því að þjónusta fyrirtæki sem starfa í orkumálum, hvort sem það eru dreyfingar aðilar eða orkuframleiðendur. Innviðaeftirlit Vista er kjörið til að tryggja raun-tíma eftirlit, þannig er hægt að grípa í tauminn áður en bilanir verða og koma þannig í veg fyrir hugsanlegt stærra tjón.

Fjölbreytt þjónusta og verkefni sem Vista bíður upp á

  • Lausnir fyrir rauntímaeftirlit
  • Orkueftirlit
  • Tryggðu sjálfbærin með mælingum
  • Loftgæðamæla innan- og utandyra
  • Jarðvegsmælingar
  • GPS leiðréttingar frá TOPCON
  • Mælibúnað fyrir veður, umhverfi og veitur
  • Götuljósastýringar
  • Umferðatalning
  • Ráðgjöf 
Vista býður upp á alhliðaþjónust þegar kemur að rekstri fyrir sveitarfélög, veitu- og orkufyrirtæki
Snjallborgin frá Vista nær yfir allar þarfir borgar og bæja