Svifryksmælingar Bíldudal
Íslenska kalkþörungafélagið, Vatnaskil og Vista hafa sett upp svifryksmæla í Bíldudal. Uppsetning mælana er hluti af rannsóknarvinnu ÍSKALK við að mæla og met magn svifryks sem kemur frá athafnarsvæði ÍSKALK við höfnina í Bíldudal.
Uppsetning og stillingar
Mælarnir voru staðsettir í bænum út frá leiðbeiningum Vatnaskila til að ná sem bestum heildarmælingum á svifryki. Allir 3 mælarnir eru með ultrasonic vindnema sem segir til um vindstyrk og vindhraða, er það mjög miklvægt að hafa vindmælingar til að geta metið uppruna svifryksins. Mælarnir eru að mæla svifryk af mismunandi stærðum, ásamt því að mæla gastegundirnar NO, NO og NOx.
Mælunum var komið fyrir á stálstöngum sem standa á forsteyptum einingum og stagað með vír. Búið var að setja upp staura og stög áður en starfsmenn Vista mættu á staðinn og komu mælum fyrir. Tryggja þarf stillingar á mælum og kvarða vindátt sem hluti af uppsetningu. Allt verkið tók því um 6 tíma og er það mjög heppilegt að það er flogið tvisvar á dag (Norlandair) á uppsetningar daginn. Var hægt að fljúga að morgnin og vera kominn aftur í bæinn seinni part dags, var undirbúningur og forvinna lykillinn að því.
Mælingar og útbúnaður
Búnaðurinn sem var valinn er frá AQMesh og hefur verið notaður á Íslandi í nokkur ár með góðum árangri. Mælarnir eru einfaldir í notkun og auðveldir í uppsetningu. Mælarnir henta mjög vel þar sem fókus mælinga er svifryk og algengar gastegundir (e. particule matter). Mælarnir geta greint nokkrar stærðir af svifryki.
- PM 1
- PM 2.5
- PM 4
- PM 10
- NO
- NO2
- NOx
- CO2 (einn mælir)
- CO (einn mælir)
- Hita- og rakastig
Gagnasöfnun
Gögnum verður safnað saman í 6 mánuði, að þeim tíma liðnum þá mun sérfræðingar á vegum Vatnaskila skila af sér sínum niðurstöðum. Mælarnir senda frá sér gögn á 1 klst fresti inn í Vista Data Vision skýlausnar kerfi Vista. kerfið býður upp á marga möguleika við að birta gögn og framsetningu, sjá myndir neðar.
Framsetning mælinga
Mælarnir 3 eru sýndir á yfirlitsmynd ásamt klst gildum mælinga.

Vindrósir sýna styrk og vindátt
Sjónræn framsetning á mælingum getur aukið til muna skilning allra þeirra sem koma að verkefninu.










Íslenska Kalkþörungafélagið
Íslenska kalkþörungafélagið ehf. var stofnað að frumkvæði Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða árið 2001. Félagið stóð fyrir því að gerð var matsskýrsla á námi kalkþörungasets í Arnarfirði. Þann 17. desember árið 2003 var skrifað undir vinnsluleyfi til handa félaginu.
Vatnaskil
Vatnaskil er ráðgjafarfyrirtæki með höfuðstöðvar í Reykjavík og starfsstöð á Akureyri. Allt frá stofnun árið 1982 hefur fyrirtækið veitt ráðgjöf á flestum sviðum auðlinda- og umhverfismála, t.a.m. þeim sem lúta að yfirborðsvatni, grunnvatni, sjávarstraumum, loftgæðum, vindafari og jarðhita.