LÆKKUN Á REKSTRARKOSTNAÐI OG BETRI YFIRSÝN

Sveitarfélög þurfa að reka fjölda tæknikerfa sem öll eru flókin á sinn hátt. Þar má nefna fráveitukerfi, vatnsveitukerfi, hitaveitu, gervigrasvelli, umferðartalningu, veðurstöðvar, orkumál stórra bygginga, rekstur sundlauga, rekstur á snjóbræðslukerfum, rekstur götuljósa og fleira.

Verkfræðistofan Vista veitir sveitarfélögum ráðgjöf í tæknimálum og rekstri tæknikerfa. Áralöng reynsla sem byggð er á rekstri og umsýslu tæknikerfa tryggir góðan árangur. Hafið samband og leitið upplýsinga.

ÝMIS VERKEFNI

  • Fráveita Garðabæjar

    Fráveita Garðabæjar rekur víðfemt fráveitukerfi með fjölda dælustöðva af mismunandi stærðum.  Verkfræðistofan Vista ásamt samstarfsaðila annast rekstur, viðhald og eftirlit kerfisins.  Rekstrarupplýsingar frá öllum dælustöðvum eru aðgengilegar á rauntímavef Vista.

  • Vatnsveita Mosfellsbæjar

    Vatnsveita Mosfellsbæjar er með eigin vatnsból og fær auk þess vatn frá öðru sveitarfélagi.  Vista hefur um árabil annast mælingar og stýringar í vatnsveitukerfinu öllu og rekur sérstakan rauntímavef sem gerir lekaleit auðveldari en ella.

Með VDV eftirlitskerfinu hafa sveitafélög fullkomna yfirsýn um rekstur tæknikerfa og geta lágmarkað kostnað

HAFÐU SAMBAND

FRÉTTIR

Uppsetning á aflögunarmæli í Þorskafyrði
Verkfræðistofan Vista ehf, Bíldshöfða 14 110 Reykjavik | Kennitala: 531115-0740