LÆKKUN Á REKSTRARKOSTNAÐI OG BETRI YFIRSÝN
Sveitarfélög þurfa að reka fjölda tæknikerfa sem öll eru flókin á sinn hátt. Þar má nefna fráveitukerfi, vatnsveitukerfi, hitaveitu, gervigrasvelli, umferðartalningu, veðurstöðvar, orkumál stórra bygginga, rekstur sundlauga, rekstur á snjóbræðslukerfum, rekstur götuljósa og fleira.
Verkfræðistofan Vista veitir sveitarfélögum ráðgjöf í tæknimálum og rekstri tæknikerfa. Áralöng reynsla sem byggð er á rekstri og umsýslu tæknikerfa tryggir góðan árangur. Hafið samband og leitið upplýsinga.