Skólaverkefni um loftgæði

Nemendur í Verzlunarskóla Íslands fengu það spennandi verkefni á dögunum að mæla loftgæði í þeirra nærumhverfi í skólanum. Notaðir voru Awair Element loftgæðamælar frá Verkfræðistofunni Vista sem mæla hitastig, rakastig, koltvísýring, rokgjörn lífræn efni(VOC) og svifryk. Hóparnir skoðuðu verkefnið frá mismunandi sjónarhornum. T.d. muninn á milli skólastofu í suður- eða norðurátt, milli skólastofu í eldri eða nýrri byggingu eða muninn á líðan nemenda þegar gluggar voru lokaðir eða opnir.

Einbeiting og námsárangur

Í rannsóknunum kom fram að nemendur verja um 6 klukkustundum á dag, 5 daga vikunnar í skólastofunni sinni. Sumir veltu fyrir sér hvort námsárangur væri betri þar sem loftgæðin voru betri. Hægt var að sjá að þegar gluggar voru lokaðir þá var þreyta og einbeitingarleysi nemenda meiri. Einnig var talsverður munur á skólstofu í suðurátt og annarri í norðurátt. Notkun snyrtivara eins og ilmvatna höfðu einnig áhrif á styrk VOC efna í loftinu.


Það var gaman að fá að koma í heimsókn og spjalla við nemendur sem voru að kynna niðurstöður. Verkefnin voru vel unnin og voru gögnin sett faglega fram á veggspjöldum. Þetta vakti nemendur til umhugsunar um mikilvægi þess að hafa gott inniloft þar sem fólk ver orðið um 90% tíma síns innandyra.

Lofta út

Einföld leið til að bæta loftið er að lofta rétt út.
Betra er að leyfa gegnumtrekk tvisvar á dag í 10 mínútur í senn, í stað þess að hafa opinn glugga allan daginn.

Inniloft í híbýlum – leiðbeiningar Umhverfisstofnunar

Loftgæðamælir sem hentar vel inn á heimili, skólastofur og minni skrifstofur