Shape Acceleration Array – Uppsetning á Seyðisfirði
Sumarið byrjar vel hjá okkur í Vista. Þeir Hallmar Gauti Halldórsson rafmagnstæknifræðingur og Eggert Guðmundsson tæknistjóri eru klárir að fara austur á Seyðisfjörð til að setja upp “Shape Acceleration Array” (SAA) fyrir Veðurstofu Íslands. Um er að ræða fyrstu uppsetningu á SAA hérna á Íslandi, eftir því sem við komumst næst. Mælirinn mun nema hreyfingar á jarðvegi í 17 metra djúpri borholu fyrir ofan Seyðisfjarðarbæ. Allar mælingar verða gerðar aðgengilegar í vefkerfi Vista (Vista Data Vision) og þannig getur Veðurstofan fylgst með hreyfingum í jarðvegi á mismunandi dýpi.
Myndin sýnir SSA mælinn ásamt tengiskáp með sólarsellu. Var tekinn með ýmis búnaður til að vera við öllu búnir þegar komið væri á verkstað.