LÆKKAÐU ORKUKOSTNAÐ ÁN ÞESS AÐ ÞAÐ KOMI NIÐUR Á STARFSEMINNI
Þegar rekstaraðilar eru spurðir út í rekstrarkostnað og með hverju sé erfiðast að fylgjast er orkukostnaður algengt svar. Ástæðan er einföld; orkunotkun er í flestum tilfellum ósýnileg og það sést ekki þegar hún fer forgörðum.
Orkueftirlit snýr að því að nota orku skynsamlega og að minnka sóun. Orka í þessu sambandi er raforka, heitt vatn og kalt vatn. Með síritun er fylgst með því að nýtni hitakerfa sé eðlileg, að snjóbræðslukerfi séu notuð skynsamlega og að sjálfvirk kerfi gangi hæfilega. Munurinn á orkukostnaði í vel reknu húsi og öðru sem ekki er sérstaklega fylgst með getur verið allt að 50%. Verkfræðistofan Vista setur upp síritandi orkueftirlitskerfi í byggingar. Mæligögn eru flutt sjálfvirkt á orkuvef Vista þar sem auðvelt er að fylgjast með rauntímaástandi kerfa og skoða langtímasögu. Vista veitir ráðgjöf varðandi orkunotkun og hvernig megi lagfæra kerfi sem eru kostnaðarsöm.
Annar tilgangur orkueftirlits er að lesa sjálfvirkt á frádráttarmæla fyrir rafmagn og heitt vatn til að einfalda uppgjör á orkukostnaði sem deilist á marga aðila.
Loks má nefna að með því að sírita raforkunotkun má af öryggi velja þann raforkutaxta sem gefur lægstan kostnað.