LÆKKAÐU ORKUKOSTNAÐ ÁN ÞESS AÐ ÞAÐ KOMI NIÐUR Á STARFSEMINNI

Þegar rekstaraðilar eru spurðir út í rekstrarkostnað og með hverju sé erfiðast að fylgjast er orkukostnaður algengt svar. Ástæðan er einföld; orkunotkun er í flestum tilfellum ósýnileg og það sést ekki þegar hún fer forgörðum.

Orkueftirlit snýr að því að nota orku skynsamlega og að minnka sóun. Orka í þessu sambandi er raforka, heitt vatn og kalt vatn. Með síritun er fylgst með því að nýtni hitakerfa sé eðlileg, að snjóbræðslukerfi séu notuð skynsamlega og að sjálfvirk kerfi gangi hæfilega. Munurinn á orkukostnaði í vel reknu húsi og öðru sem ekki er sérstaklega fylgst með getur verið  allt að 50%. Verkfræðistofan Vista setur upp síritandi orkueftirlitskerfi í byggingar. Mæligögn eru flutt sjálfvirkt á orkuvef Vista þar sem auðvelt er að fylgjast með rauntímaástandi kerfa og skoða langtímasögu. Vista veitir ráðgjöf varðandi orkunotkun og hvernig megi lagfæra kerfi sem eru kostnaðarsöm.

Annar tilgangur orkueftirlits er að lesa sjálfvirkt á frádráttarmæla fyrir rafmagn og heitt vatn til að einfalda uppgjör á orkukostnaði sem deilist á marga aðila.

Loks má nefna að með því að sírita raforkunotkun má af öryggi velja þann raforkutaxta sem gefur lægstan kostnað.

ÝMIS VERKEFNI

  • Rafmagnsnotkun

    Stór grunnskóli er útbúinn með VDV orkueftirlitskerfi og því er síritun á heildarraforkunotkun skólans.  Með hjálp upplýsinga um raforkunotkun mátti endurstilla gangtíma og afköst kerfa þannig að heildarraforkunotkun lækkaði um 16%.

  • Heitt vatn

    Bilun í loftræstikerfi dvalarheimilis varð þess valdandi að heitavatnsnotkun liðlega tvöfaldaðist án þess að þess yrði vart.  Þar sem húsið er útbúið með VDV orkueftirlitskerfi þá kom þetta fram og því var hægt að fá gert við þessa bilun.  Ef ekki hefði verið gert við þá hefði ársreikningur fyrir heitt vatn hækkað verulega.

  • Sundlaugar

    Sundlaug er með varmaskiptakerfi þar sem kalt vatn er hitað upp með heitu vatni.  Dag nokkurn bilaði kaldavatnsloki þannig að hann stóð opinn þegar hann hefði átt að vera lokaður.  Aukning í kaldavatnsnotkun varð veruleg sem kom fram í VDV orkueftirlitskerfinu.  Ef ekki hefði verið gert við þá hefði árskostnaður aukist verulega.

  • Snjóbræðsla

    Ómetanlegt er að hafa inngönguleiðir auðar og hálkulausar á erfiðum vetrardögum.  Þessi kerfi eru að því leiti erfið í rekstri að þau hafa tilhneigingu til að vera heit þegar jörð er auð og slík upphitun er ósýnileg.  Fjöldi dæma hefur mælst í VDV orkueftirlitskerfinu þar sem tekist hefur að bæta stýringar snjóbræðslukerfa þannig að kostnaður hefur stórlækkað.

Frekari upplýsingar á orkueftirlit.is

HAFÐU SAMBAND

FRÉTTIR

Vista eftirlit
Vista mælir loftgæði Bíldudal.
Verkfræðistofan Vista ehf, Bíldshöfða 14 110 Reykjavik | Kennitala: 531115-0740