Von Harðfiskverkun

Orkueftirlit – Von Harðfiskverkun

Vista hefur sett upp virkt orkueftirlit hjá VON Iceland Harðfiskverkun. Getur Von fylgst með orkunotkun í raun-tíma í gegnum Vista Data Vision vefkerfi Vista. Gott eftirlit með orkunotkun er nauðsynlegt til að koma í veg fyrir orkusóun og tryggja hámarksnýtingu á orku. Orkukostnaður er oft falinn kostnaður í rekstri fyrirtækja, með mælingum er hægt að ná fram umtalsverðum sparnaði. Vista býður Von velkomna í hóp viðskiptavina Vista sem nýta sér orkueftirlitsþjónustu Vista.

Uppsetning á orkueftirliti var mjög einföld, með því að setja upp púlsteljara við orkumælinn frá HS-Veitum. Hver púls segir til um ákveðið magn af notaðri orku. Púlsteljarinn er með innbyggðu NB-IoT modemi sem hringir gögnin í ský lausn Vista (Vista Data Vision). Er þá hægt að fylgjst með orkunotkun í nær raun-tíma og bregðast hratt og örugglega ef orkunotun er of mikil. Orkusóun er viðvarandi vandamál á Íslandi og með einföldum hætti er unnt að fá skýra mynd af orkunotkun fyrirtækja.