SÉRFRÆÐINGAR Í UPPSETNINGU, REKSTRI OG VIÐHALDI VEÐURSTÖÐVA

Áhugi á veðri er mikill og margir vilja hafa veðurmælingar í sínu nærumhverfi. Þá helst í hendur, veðurstöðin sjálf og góð framsetning veðurmælinga. Veðurmælingar eru mikilvægar í rekstri ýmissa kerfa eins og fráveitu, gervigrasvalla, í orkueftirliti og sem hafnarveður sem sjómenn nota. Það þarf að vanda til verka svo veðurmælingar séu öruggar og búnaður endist vel. Auk vinds og lofthita má auka lítillega við og fá útreiknaða vindkælingu og daggarmark. Annar mælibúnaður er regnmælir, loftvog, sólarbirtumælir, loftraki og hitastig við jörðu.

Vista útvegar allan búnað til veðurmælinga og annast uppsetningu og viðhald. VDV hugbúnaðarkerfi Vista eru sérlega hentugt til að birta veðurmælingar, slíkar veðurupplýsingar má samkeyra með upplýsingum úr fráveitukerfum, gervigrasvallakerfum og orkueftirlitskerfum til að fá heilstæða mynd.

ÝMIS VERKEFNI

  • Veðurstöð á Álfsnesi

    Veðurstöð var reist á Álfsnesi árið 2000 og hefur síðan skráð merkilega veðurfarssögu á þessum vindasama stað.  Auk vindáttar og vindhraða er skráður vindgustur, lofthiti, loftraki, úrkoma og sólargeislun.  Þar sem ekki er rafmagn á mælistað þá er vindrafall notaður til að hlaða rafgeyma.  Regnmælirinn er hitaður sem bætir virkni hans yfir vetrarmánuðina.  Veðurgögn eru skráð á 10 mínútna fresti sem er hefð í veðurmælingum.  Mæligögnin eru sótt sjálfvirkt og eru aðgengileg á notendavænni vefsíðu.  Verkfræðistofan Vista reisti veðurstöðina fyrir gatnamálastjórann í Reykjavík og hefur annast viðhald og gagnaþjónustu alla tíð.  Núverandi eigandi veðurstöðvarinnar er Sorpa.

  • Veðurstöðvar við Finnafjörð

    Fyrir milligöngu Verkfræðistofunnar Eflu þá reisti Verkfræðistofan Vista tvær veðurstöðvar í Finnafirði þar sem Bremenports undirbýr byggingu stórskipahafnar.  Tilgangur með veðurstöðvunum er að fá öruggar upplýsingar um vinda á væntanlegur hafnarsvæði svo hægt sé að meta áhrif vinds á skip sem koma til hafnar.  Veðurstöðvarnar eru með sólarrafhlöðu sem orkugjafa og eru hannaðar til að vera afar straumlitlar og eru starfræktar á einum rafgeymi allan veturinn þegar sólar nýtur ekki.  Veðurgögn eru sótt reglulega með sjálfvirkum hætti og birtast á aðgangsstýrðri vefsíðu sem verkkaupinn hefur aðgang að.

  • Hafnarveður á Ísafirði

    Ísafjarðarhöfn er lífhöfn frá náttúrunnar hendi og hefur stækkað mjög undanfarin ár.  Fjöldi skipa og báta kemur til hafnar á degi hverjum.  Þá hefur skemmtiferðarskipum fjölgað mjög enda er þar góður viðlegukantur auk öruggs lægis á ytri höfninni.  Að ósk Ísafjarðarhafnar reisti Verkfræðistofan Vista veðurstöð við innsiglinguna til hafnarinnar sem mælir vind, sjávarhæð og -hita; þessar mælingar birtast í rauntíma á veðurvefsíðum á íslensku og ensku auk þess að vera aðgengilegar á vefsíðu ísafjarðarhafnar.  Viðhald og gagnaþjónusta við veðurstöðina er í höndum Vista.

Vista annast viðhald og birtingu gagna frá yfir 100 veðurstöðvum um land allt.

HAFÐU SAMBAND

FRÉTTIR

Vista er endursöluaðili Topcon á ÍslandiTopcon
Verkfræðistofan Vista ehf, Bíldshöfða 14 110 Reykjavik | Kennitala: 531115-0740