Nú eru áramótin liðin og 2021 gengið í garð. Umræðan um loftgæði í kringum áramót hefur verið áberandi, Íslendingar skjóta upp miklu magni af flugeldum og þeim fylgir því miður mikil mengun í formi svifryks og þungmálma í loftinu. Þó svo að það sé gaman að kveðja árið með þessum hætti og taka á móti nýju ári með sprengjuregni þá getur þessi umtalsverða mengun verið hættuleg heilsu fólks.

Allt frá því að Vista verkfræðistofa var stofnuð árið 1984 hafa loftgæðamælingar verið hluta af starfsemi stofunnar. Við bjóðum upp á margar mismunandi gerðir mælibúnaðar sem hægt er að nota jafnt innanhúss sem utandyra hvort sem er fyrir stofnanir, fyrirtæki eða einstaklinga.

Búnaðinn frá Awair er tilvalið að nota fyrir heimili og skrifstofuhúsnæði. Auðvelt er að tengjast mælunum með smáforriti og fylgjast þannig með loftgæðum á heimilinu eða skrifstofunni.

Awair Omni mælir sem var settur upp á heimili starfsmanns Vista í Garðabæ sýndi vel þá svifryksmengun sem var á gamlárskvöld 2020. Hæsta gildið fyrir PM 2.5 fór upp í 149 míkrógrömm á rúmmetra rétt eftir miðnætti sem er lang hæsta gildið sem viðkomandi mælir hafði nokkru sinni  sýnt. Meðaltalið yfir daginn var 20.5 míkrógrömm á rúmmetra.
Rétt að árétta að mælirinn var innandyra og enginn var heima þetta kvöld.

PM 2.5 = Rykagnir sem eru fínni en 2.5 míkrógrömm (Svifryk)
PM 2.5 Gildi frá Awair Omni sem var innandyra

Ljóst má þá vera að PM 2.5 gildi utandyra hafa verið umtalsverð. Eins og sjá má á mælum Heilbrigðiseftirlitsins og Reykjavíkurborgar fóru gildin fyrir svifryksmengun vel yfir 500 míkrógrömm á rúmmetra og upp í allt að 1.000 míkrógrömm.

Mörk Heilbrigðiseftirlits eru 50 míkrógrömm á rúmmetra að meðaltali yfir sólarhring. 

Vista loftgæði
Awair Omni hentar vel til að mæla loftgæði

Awair Omni gefur loftgæðum einkunn (Awair score) eftir nokkrum megin þáttum:

  • Hitastigi
  • Rakastigi (Það verður oft mjög þurrt þegar það er frost. Of hátt rakastig getur aukið hættu á myglu)
  • CO2
  • Eiturefnum (e. Chemicals)
  • Svifryki (PM 2.5)

Einstaklingar og fyrirtæki geta notað Awair til að fylgjast með loftgæðum inni á heimilum eða fyrirtækjum. Awair mælir m.a. rakastig sem getur gefið til kynna myglu í húsnæði. Mygla í húsnæði er vandamál sem Íslendingar hafa orðið áþreifanlega varir við á undanförnum árum. En meira um það síðar :)

Ýtarefni