MÆLIBÚNAÐUR
REKSTUR
VIÐHALD
SKÝRSLUR
Mælingar á loftgæðum eru framkvæmdar af ýmsum ástæðum, t.d. vegna umferðar, verksmiðjureksturs eða vegna breytinga í náttúrunni. Það skiptir máli að mælingarnar séu áreiðanlegar og stöðugar í langan tíma.
Verkfræðistofan Vista annast ásamt öðrum rekstur flestra loftgæðamælistöðva á Íslandi. Mikilvægur þáttur í rekstri stöðvanna er reglubundin kvörðun, fyrirbyggjandi viðhald og örugg meðhöndlun mæligagna. Oft er veðurstöð hluti af mælibúnaði loftgæðamælistöðvar þannig að hægt sé að samkeyra loftgæðamælingar við vindátt og finna út hver uppsprettan er. Vista ásamt samstarfsaðilum útvegar allan búnað, sér um rekstur og viðhald, og annast skýrslugerð.