MÆLIBÚNAÐUR
REKSTUR
VIÐHALD
SKÝRSLUR

Mælingar á loftgæðum eru framkvæmdar af ýmsum ástæðum, t.d. vegna umferðar, verksmiðjureksturs eða vegna breytinga í náttúrunni. Það skiptir máli að mælingarnar séu áreiðanlegar og stöðugar í langan tíma.

Verkfræðistofan Vista annast ásamt öðrum rekstur flestra loftgæðamælistöðva á Íslandi. Mikilvægur þáttur í rekstri stöðvanna er reglubundin kvörðun, fyrirbyggjandi viðhald og örugg meðhöndlun mæligagna. Oft er veðurstöð hluti af mælibúnaði loftgæðamælistöðvar þannig að hægt sé að samkeyra loftgæðamælingar við vindátt og finna út hver uppsprettan er. Vista ásamt samstarfsaðilum útvegar allan búnað, sér um rekstur og viðhald, og annast skýrslugerð.

ÝMIS VERKEFNI

  • Flugstöð Leifs Eiríkssonar: Keflavíkurflugvöllur

    Verkfræðistofan Vista annast gagnasöfnun og eftirlit með umhverfismælitækjum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar: Keflarvíkurflugvelli.

  • Orka náttúrunnar (ON)

    Verkfræðistofan Vista annast alla umsjón með loftgæðamælistöðvum ON.

  • Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogs (HHK)

    Verkfræðistofan Vista hefur sett eftirlitsbúnað á loftgæðamælistöðvar HHK og annast gagnasöfnun, geymslu og birtingu loftgæðamælinga.

  • Hringrás, Álhellu Hafnarfirði

    Verkfræðistofan Vista annast umsjón með loftgæðamælistöðvum hjá Hringrás, Álhellu Hafnarfirði.

Vista hefur áratugareynslu á uppsetningu og rekstri mælistöðva

HAFÐU SAMBAND

FRÉTTIR

Vista er VIRKT fyrirtæki 2023
Uppsetning á aflögunarmæli í Þorskafyrði
Verkfræðistofan Vista ehf, Bíldshöfða 14 110 Reykjavik | Kennitala: 531115-0740