SÉRFRÆÐINGAR Í MÆLIKERFUM FYRIR JARÐTÆKNIEFTIRLIT
Þegar jörð sígur, brú þenst, hús hallast eða jörð skelfur þá eru notaðar jarðtæknimælingar til að mæla færslur og breytingar. Slíkar mælingar þurfa að geta gert hvoru tveggja; Gert viðvart við skyndilegar breytingar og sýnt langtímasögu ljóslifandi.
VDV hugbúnaðarkerfið sem er framleitt hjá Verkfræðistofunni Vista hefur náð ótrúlegri útbreiðslu um allan heim sem helsta verkfæri jarðtækniverkfræðinga, sjá www.vistadatavision.com. Vista útvegar einnig alla þá nema sem notaðir eru í jarðtækniverkefni. Hafið samband og leitið upplýsinga.