SÉRFRÆÐINGAR Í MÆLIKERFUM FYRIR JARÐTÆKNIEFTIRLIT

Þegar jörð sígur, brú þenst, hús hallast eða jörð skelfur þá eru notaðar jarðtæknimælingar til að mæla færslur og breytingar. Slíkar mælingar þurfa að geta gert hvoru tveggja; Gert viðvart við skyndilegar breytingar og sýnt langtímasögu ljóslifandi.

VDV hugbúnaðarkerfið sem er framleitt hjá Verkfræðistofunni Vista hefur náð ótrúlegri útbreiðslu um allan heim sem helsta verkfæri jarðtækniverkfræðinga, sjá www.vistadatavision.com. Vista útvegar einnig alla þá nema sem notaðir eru í jarðtækniverkefni. Hafið samband og leitið upplýsinga.

ÝMIS VERKEFNI

  • Kárahnjúkastífla

    Að beiðni Landsvirkjunar setti Vista upp jarðtæknimælibúnað til að fylgjast með hreyfingu í sprungu sem var nærri vinnusvæðinu.  Dag nokkurn skrapp hún til og víkkaði og sjálfvirka viðvörunarkerfið sagði strax frá.  Mæligögnin frá þessum tíma eru löngu orðin klassísk.

  • Borverkefni í Los Angeles, BNA

    Verkfræðistofan Vista vann með verkfræðifyrirtækinu Geocon í eftirliti með borvél sem boraði 2ja m breið göng fyrir nýja vatnslögn til Los Angeles.  Allt eftirlit með borvélinni og með hreyfingum á svæðinu fór í VDV hugbúnaðarkerfinu sem rekið var af Vista.

Vista bíður upp á hugbúnað og allann tæknibúnað fyrir jarðtæknimælingar

HAFÐU SAMBAND

FRÉTTIR

Von Harðfiskverkun

Verkfræðistofan Vista ehf, Bíldshöfða 14 110 Reykjavik | Kennitala: 531115-0740