ISAVIA velur loftgæðamæla frá Vista

ISAVIA hefur keypt 5 mæla af Vista frá AQMesh. Mælarnir eru settir upp á Reykjanesi, nánar tiltekið 3 mælar á Keflavíkurflugvelli, 1 í Garði og 1 í Sandgerði. Uppsetning á mælunum er í samræmi við sjálfbærnistefnu ISAVIA. Staðsetingar voru ákveðnar í samstarfi við Suðurnesabæ og Umhverfisstofnun með það að markmiði að þétta mælanetið á Reykjanesi.

Mælarnir mæla ýmis efni í andrúmsloftinu sem geta borist frá eldstöðvum, meðal annars brennisteinsvetni, brennisteinsdíoxíð og köfnunarefnisdíoxíð.

AQMesh loftgæðamælar hafa notið vaxandi vinsælda á Íslandi vegna auðveldrar uppsetningar og reksturs.

„Það er okkur mjög mik­il­vægt að geta haft góða yfirsýn á loftgæðum á Kefla­vík­ur­flug­velli og þessir nýju mælar auðvelda okkur þá vinnu. Góð loftvist er mikilvæg okkar starfsfólki, gestum og nærumhverfi flugvallarins. Isavia hefur sett sér öfluga stefnu á sviði sjálfbærni og er þessi fjárfesting hluti af þeirri stefnu okkar. Við höfum átt gott samstarf með Suðurnesjabæ og Umhverfisstofnun við val á staðsetningu mæla í sveitarfélaginu.  Fjárfestingin í nýju mælunum mun því einnig skila sér til aukinni nákvæmni í mælingum á Reykjanesi og inn á mælanet Umhverfisstofnunar,” segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia.

isavia.is

„Við erum mjög ánægð með samstarfið með Isavia við að setja upp loftgæðamæla sem eiga að tryggja góða loftvist handa starfsmönnum Isavia, ferðamönnum og íbúum á Reykjanesi. Tækninni hefur fleygt fram og er núna mun auðveldar að vera með mælingar sem eru sýndar í rauntíma. Við óskum Isavia til hamingju með mælana.“ Heiðar Karlsson, framkvæmdastjóri Vista.

isavia.is
Loftgæði Sandgerði
Loftgæðamælir í Sandgerði

AQMesh mælarnir bjóða upp á eftirfarandi kosti:

  • Getur mælt allt að 6 lofttegundir í einu, svifryk (PM1, 2.5, 4 og 10), ásamt hita og rakastigi.
  • 5 ára ábyrgð á búnaði
  • Fríjar uppfærslur á hugbúnaði og reiknilíkönum (e. firmware and algorithm)
  • Einföld uppsetning
  • Öll gögn eru aðgengileg í gegnum vefkerfi Vista (Vista Data Vision)
  • API aðgengi
Upplýsingar um mælingar í Vista Data Vision