SÉRLAUSNIR FYRIR STÝRINGAR, EFTIRLIT OG MÆLIGÖGN

Verkfræðistofan Vista hefur áralanga reynslu af gerð hugbúnaðar fyrir verkefni sem tengjast stýringum, viðvörunum og meðhöndlun mæligagna.  Margt af því sem áður þurfti sérlausnir í má nú framkvæma með stöðluðum lausnum og tilheyrandi stjórn- og mælibúnaði.  Hafið samband og leitið upplýsinga.

ÝMIS VERKEFNI

  • Titringsmælingar

    Í jarðtækniverkefnum er titringur mældur á hárri tíðni, gjarnan á 3 ásum.  Vista útbjó nýja meðhöndlun titringsmæligagna sem fylgir þekktum stöðlum þannig að meðhöndlun titringsmælinga eru nú auðveldur.

  • Vefmyndavélar

    Vefmyndavélar eru afar gagnlegar en það er vandasamt að meðhöndla myndirnar þannig að þær komi að góðu gagni og séu í tengslum við aðrar tengdar mælingar.  Vista útbjó sjálfvirka móttöku á myndum frá vefmyndavélum ásamt framsetningu þannig að þessar myndir eru eðlilegur hluti mælingarkerfa.

  • Stýring á dælustöð

    Dælustöð í vatnsveitukerfi þarf að fara í gang og hækka þrýsting ef þrýstingur fellur í öðrum hluta kerfisins.  Þar sem öll fjarskipti eru við miðstöð þá þurfti að útbúa aðgerð sem sendi ræsiboð til dælustöðvar þegar mæling frá fjarlægum nema sagði til.

Ræðið við okkur um sérlausnir

HAFÐU SAMBAND

FRÉTTIR

Vista er endursöluaðili Topcon á ÍslandiTopcon
Apsen10 frá VistaCampbell
Verkfræðistofan Vista ehf, Bíldshöfða 14 110 Reykjavik | Kennitala: 531115-0740