HP Gámar taka í notkun snjallagámalausn VISTA

Gámafyrirtækið HP Gámar, sem sérhæfir sig í heildarlausnum í soprhirðu fyrir fyrirtæki og einstaklinga, hefur tekið í notkun Sorpumsjónarkerfi frá VISTA. Kerfið saman stendur af hugbúnaði og nemum. Nemar mæla magn sorps í öllum gerðum gáma, allt frá litlum sorptunnum til djúpgáma. Nemarnir senda svo frá sér gögn inn í gagnakerfið Vista Data Vision og þar er hægt að fylgjast með raunstöðu á magni sorps í gámunum. Einnig er auðvelt að sjá nákvæma staðsetningu gámanna á korti. Þannig er hægt að skipuleggja tæmingu af meiri nákvæmni en áður og ná fram töluverðri hagræðingu. Gámar eru því einungis losaðir þegar þess gerist þörf og ekki er verið að tæma hálf tóma gáma. Eins er komið í veg fyrir að gámar standi stútfullir í marga daga með tilheyrandi óþægindum fyrir viðskiptavini.

Snjallir djúpgámar

Helstu kostir

  • Fækkun á losunarferðum
  • Sveigjanleiki við losun
  • Lækkun á eldsneytiskostnaði
  • Lækkað kolefnisspor

Snjallagámar er hluti af Snjallborgarlausnum Vista þar sem fyrirtæki hafa heildarsýn yfir notkun og staðsetningu á sorpgámum.

Mælingar sýna að það sé hægt að ná fram mikilli hagræðingu með því að fækka ferðum við losanir. Með noktun á stækkandi NB-IoT neti á Íslandi er hægt að tengja nema við (FROSINN) %útskýra hvað þetta er%

Snjallagámar auðvelda alla sorphirðu og stuðla að hagkvæmni í rekstri.
Staðsetning og notkun er sýnd á GIS korti

Notkun snjallagáma styður við umhverfismarkmið Sameinuðu þjóðanna um að sporna við sóun og auka sjálfbærni í rekstri fyrirtækja og bæjarfélaga.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna