Hljóðmælingar

Hvað er hávaði

Hávaði er hugtak þar sem átt er við óæskileg eða hávært hljóð sem hefur truflandi áhrif á fólk. Hávaði er mældur í desibelum (dB). Misjafnt er hvaða áhrif hávaði hefur á fólk þar sem styrkur, tímalengd og tíðni hljóðs  getur verið ólíkur eftir aðstæðum. Langvarandi hávaði getur haft líkamleg og andleg áhrif og meðal annars valdið þreytu, streitu, minni einbeitningu o.fl. Mikilvægt er því að hávaði á vinnustöðum skuli vera viðunandi og ekki hærri en svo að fólk geti starfað við eðlileg skilyrði. Sé hávaði viðvarandi á vinnustöðum er mikilvægt að draga úr honum áður en hann fer yfir ákveðin mörk bæði til að verja heyrn og öryggi starfsmanna.

Afhverju eru hljóðmælingar mikilvægar

Daglega er hávaði alls staðar í umhverfi okkar og geta uppsprettur hans verið margvíslegar, bæði í vinnuumhverfinu, tómstundum og á heimilum. Hávaði getur leitt til varanlegs heyrnatjóns og valdið aðstæðum þar sem slys verða. Í aðstæðum þar sem margt fólk safnast saman getur hávaðinn verið verri ef rýmið er með lélega hljóðvist. Hávaði truflar alla starfsemi og hefur áhrif á einbeitningu starfsmanna og gerir vinnuaðstæður erfiðari

Í reglugerð Nr. 921/2006 um varnir gegn álagi vegna hávaða á vinnustöðum er að finna neðri og efri viðbragðsmörk og viðmiðunarmörk fyrir hávaða.

  • Neðri viðbragðsmörk eru 80 dB(A) – heyrnahlífar skulu vera til staðar ef hávaðinn nær þessu marki.
  • Efri viðbragðsmörk eru 85 dB(A) – Þegar þessum mörkum er náð er skylda að nota heyrnahlífar
  • Viðmiðunarmörk eru 87 dB(A) – Í engum tilvikum má hávaði sem starfsmenn búa við fara yfir þessi mörk að jafnaði á átta stunda vinnudegi

Hvað er hægt að gera

Það sem öll þessi hávaða mörk eiga sameiginlegt er hversu mikilvægt er að vernda heyrn okkar. Með mælingu á hávaða er hægt að draga úr afleiðingum hans á heyrn fólks en til þess þarf að vera til staðar mælar sem gefa til kynna þegar sú þörf er til staðar. Til þess að koma í veg fyrir hávaða þarf að finna upptök hans og mæla hann. Hægt er að mæla hljóð á mismunandi vegu hvort sem það eru t.d. staðbundnar mælingar, tíðnigreiningar o.fl.

Ástæðan fyrir því að hljóð eru mæld á mismunandi vegu eru að það dugar ekki alltaf sama lausn við lágtíni- og hátíðnihávaða.

Vista Verkfræðistofa býður upp á ráðgjöf er varðar  hávaða, sinnir almennri ráðgjöf, mælingum sem og endurbótum. Með ráðgjöf frá okkur getum við hjálpað við að finna lausnir til þess að draga úr hávaða eins og kostur er og stuðla að því að þær ráðstafanir sem gerðar eru til að draga úr hávaða komi að notum.

Hljodmaelingar-NSRT-MK3
Fáðu ráðgjöf hjá okkur og við finnum lausn sem hentar þér vista@vista.is