KÆLIEFTIRLIT

Framleiðslufyrirtæki og birgðastöðvar eru oft búnar stórum kæli- og frystigeymslum með stórum vörudyrum. Gott eftirlit tryggir farsælan rekstur og lægri rekstrarkostnað.

Það þarf örfáa hitanema á mikilvægum stöðum og þá fæst fullt fjareftirlit með virkni kæli- og frystikerfa. Mikilvægast er samt að fá viðvaranir sem ekki truflast af afhrímingu og að fá fullt aðgengi að mæligögnum í gegnum aðgangsstýrða vefsíðu. Notendur mælinganna eru starfsmenn og þjónustuaðilar sem annast eftirlit og viðhald kæli- og frystibúnaðar. Niðurstaðan verður sú að bilunum fækkar og rekstrarkostnaður lækkar. Verkfræðistofan Vista útvegar allan búnað vegna þessa og veitir alla gagna- og viðvörunarþjónustu

ÝMIS VERKEFNI

  • Landspítali

    Landspítalinn er með tugi af kæli- og frystiskápum í rekstri í fjölda bygginga.  VDV eftirlitskerfið er notað til að fylgjast með öllum þessum búnaði og láta vita ef frávik verða.

  • Kæli- og frystigeymsla

    Kjötframleiðandi er með eigin kæli- og frystigeymslu.  Eftirlit með hitastigi fer fram með mælibúnaði frá Vista og mælingar birtast í VDV vefeftirlitskerfinu þar sem notandi getur stillt eigin viðvaranir.

Löng reynsla af kæli- og frystiverkefnum tryggir góða lausn

HAFÐU SAMBAND

FRÉTTIR

Vista er VIRKT fyrirtæki 2023
Uppsetning á aflögunarmæli í Þorskafyrði
Verkfræðistofan Vista ehf, Bíldshöfða 14 110 Reykjavik | Kennitala: 531115-0740