Kæli og hita eftirlit Vista

Hita- og kælieftirlit Vista – Lyfjaþjónusta Landspítala

Lyfjaþjónusta Landspítalans hefur tekið í noktun hita- og kælieftirlit frá Verkfræðistofunni Vista. Nú þegar sinnir Vista hita- og kælieftirliti fyrir fjölmargar deildir Landspítalans og Blóðbankans.

Lyfjaþjónustan er því nýjasti viðskiptavinur Vista þegar kemur að eftirliti með lyfja-, blóð- og sýnaskápum.

Notaðir eru hitanemar sem skrá og geyma upplýsinar um hitastig og er öllum mæligögnum safnað í raun-tíma í Vista Data Vision kerfið. Mikilvægt er að fylgjast með hitastigi á hinum ýmsu gerðum kæliskápa sem eru í rekstri á Landspítala til að tryggja öryggi lyfja og sýna. Kerfið er að fullu þráðlaust og notast við Bluetooth og/eða NB-IoT fjarskiptatæknina, næst þannig mikil hagræðing þar sem ekki þarf að leggja neinar lagnir. Enda er oft erfitt að leggja lagnir í gömlum byggingum. Skáparnir í eftirliti eru afar fjölbreyttir þar sem hitastig er frá -180°C upp í herbergishita.